10.8.2009 | 22:25
Loksins.....
er Elena mín komin, flutt í nýja húsið og komin með netið.....
Mikið knús og mikill fögnuður braust út þegar að Elena loksins kom.
Skólinn hjá stelpunum byrjaði í morgun, og þeim líkaði hann rosalega vel. Karólína eignaðist strax í vinkonu í bekknum sínum og Elena Dís vildi helst ekki fara heim. Karólína er strax kominn inn í bekkinn sinn en Elena Dís er í unglingadeildinni með 3 unglingsstrákum að læra dönsku..... móður sinni til mikillar hrellingar, henni fannst það æði..... sérstaklega að ganga um gangana í unglingadeildinni með stjörnur í augunum.... hún var komin í Higschool Musical fílinginn strax. Ég er að vona samt að hún verði ekki þarna mjög lengi.
Það vill svo heppilega til að Sella á 3 stelpur 1 1/2 árs, 7 ára og 9 ára og býr hér ekki svo langt frá, svo að allar okkar stelpur eignuðust sitthvora vinkonuna.
Það er búið að vera nóg að gera hjá þeim sem og okkur hinum að gera síðan við fluttum, þessi staður er alveg algert himnaríki fyrir krakka. Við endann á götunni er útivistarsvæði með tjörn sem er með fullt af fiski í og þar standa þær og veiða makríl með háfi og skúringafötu, í garðinum erum við með 23 fiska svamlandi um í gulum dótakassa sem stendur.
Ströndin hérna er víst sú besta á eyjunni og skóglendi allt í kring. Ávaxta tré á öðruhverju horni og maður freistast til að stela plómum úr næsta tré. Ýmis dýr skjóta upp kollinum reglulega, í garðinum okkar var ma. broddgöltur í göngutúr, kanínur skoppandi um hverfið, engisprettur í hverju herbergi þessa dagana, RISA drekafluga villtist hér inn í gær og svona má lengi telja og ekki má gleyma svöluhreiðrinu og litlu ungunum í bílskýlinu okkar sem við tímum ekki að fjarlægja.
Veðrið er búið að vera frábært síðastliðna viku 25 - 30 stiga hiti alla daga og við öll að bakast upp.
María Ísól verður eins árs í vikunni verið er að plana enn eitt prinsessupartíið. Aumingja Sigurgrímur....hehe.
En já myndirnar tala sínu máli...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé að lifið leikur við ykkur, yndislegt
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 22:32
Ji æðislegar myndir, gott að þið eruð búin að koma ykkur fyrir :)
Cilla (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:04
Vá hvða þetta er geggjaður staður sem þið fluttuð á, ekki laust við smá öfund hér ;)
Get ekki beðið eftir að koma út :)
elín (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:37
Frábærar myndir ! Ohh þetta er örugglega yndislegt ... gott að heyra að skvísurnar séu byrjaðar í skólanum og hehe Elena Dís er örugglega hæst ánægð með að vera í unglingadeildinni, hver man ekki eftir okkur ??? Reyndar vorum við aðeins eldri ;)
Knús til ykkar og hafið það gott ! María Ísól er náttlega flottust að borða jógúrtið heheh
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:40
Hehe hún María er svo fyndin. Flott aðferð við að borða jógúrtið :)
Linda Sivertsen (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:09
Þetta er líka gott jógúrt ;o)
En já Elín húsið við hliðina á okkur er laust..... við tökum það frá fyrir ykkur, það er auka herbergi í því húsi þar sem afgangurinn af Brain Police mönnum geta bara gist ef þeir þurfa eitthvað að æfa sig.
En annars já þetta er allt voða notalegt hérna.
Tinna, 12.8.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.