14.8.2009 | 09:26
Á sama tíma fyrir ári ......
Fæddist litla María Ísól.
Hún er ótrúlega geðgóður krakki ekki mikið vælandi eða grenjandi heldur alltaf brosandi og tekur svona 10 hláturköst á dag, en það heyrist í henni stúlkunni þar sem hún erfði raddbönd föður síns... María Ísól syngur mikið og á sér óteljandi svipi. Henni finnst voða gaman að tromma á allt sem heyrist í, fikta í gítarnum hans pabba síns, leika með strumpa, kubba, sulla og auðvitað dúkkur sem nóg er af hér á stelpu heimilinu. Hún er ofsalega dugleg a dunda sér við að skoða bækur og getur setið lengi við að leika sér.
María er ofsalega dugleg að tala og talar má segja stanslaust allan daginn. Og hlær auðvitað á eftir þegar hún segir eitthvað fyndið. Verst er að það skilst ekki alveg allt sem hún segir litla greyið. Í fyrradag vorum við mæðgur að telja fingur uppi í rúmi þegar litla barnið gerði sér lítið til og taldi upp á 5 ........ pabbanum brá svo mikið að hann glaðvaknaði...
Systurnar eru rosa góðar við hana og það er tekin laaaangur tími í knús á morgnana áður en farið er í skólann. Hér vakna þær allar brosandi með hvorri annarri.
Elsku María Ísól til hamingju með daginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn stutta.
Sigurgrímur Jónsson, 14.8.2009 kl. 09:28
Til hamingju með minnstu prinsessuna :) Hún er algjör perla og svo dugleg ... farin að telja upp á 5 :)
Hafið það gott
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:39
Já svo er kaffi og bleik kaka á morgun kl 14:00 fyrir þá sem komast :D ÖLLUM boðið.
Tinna, 14.8.2009 kl. 10:01
Til hamingju með stóru stelpuna. Það er svooo stutt síðan ég varð þess heiðurs aðnjótandi að bera litlu frænku mína út af fæðingardeildinni... Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.
Verst ég kemst ekki í bleiku kökuna, hún Kristrún mín myndi fíla hana Njótið dagsins og helgarinnar.
Ingibjörg föðursystir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:03
Innilega til hamingju með litlu sólina þína, eigið ljúfan dag öll saman.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 12:27
Innilega til hamingju með litlu snúlluna :) Knús til ykkar
Cilla (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.