Kvennabúr Sigurgríms

Jæja þá er næstum komin rútína á okkur hérna í kvennabúrinu. 

ágúst2009 154 

ágúst2009 114

Stelpunum gengur mjög vel í skólanum, búnar að eignast fullt af vinum. Elena Dís er farin að tala dönsku í skólanum og við vinkonur sínar, sem er ótrúlegt miðað við að hafa verið hér í aðeins 4 vikur. Hún er búin að vera í dönsku kennslu í skólanum sínum en núna er hún komin inn í bekkinn sinn og fer aðeins í 2 tíma á dag í dönskuna, 3-4 daga í viku. Hún er einnig komin með sömu námsbækur og hinir í bekknum og gefur ekkert eftir.

ágúst2009 100

Karólínu líður mun betur í Havnbjergskole en í gamlaskólanum sínum og á marga vini hér á sínum aldri og fellur betur inn í hópinn í skólanum. Kennarinn hennar er alveg yndisleg og Karólína er búin að bjóða henni í kaffi hingað heim. Hún er orðin læs á íslensku og hlakkar til að fá að læra heima á daginn, sem segir ansi margt um hvernig henni gengur.

Þær eru nú alltaf að prakkarast eitthvað og komu td. með frosk í nestisboxinu sínu í gær og gáfu mér, hehehehe. 

ágúst2009 178 

Stóru stelpurnar í hverfinu koma hérna við daglega til að fá að fara út með Maríu Ísól að labba, svo að henni leiðist sko aldeilis ekki. 

 

agust2009_036.jpg
 

 

agust2009_190.jpg

Sigurgrímur er búin að vera að vinna í Háskólanum í sumar við að gera vinnuaðstöðuna í skólanum betri. Hann var svo að fá vinnu sinni framlengt við að aðstoða fyrsta árs nemendur í vetur og kenna þeim til verka á vinnustofunni....... svo að núna er hann kennari við virtan háskóla í Danmörku , hohohohoho. En þetta er alveg slatta vinna, einir 6 tímar á viku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo glöð að fylgjast með ykkur og sjá hvað þið blómstrið saman.  Knus á línuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Tinna

Takk, takk :)

Tinna, 27.8.2009 kl. 22:16

3 identicon

Dásamlegt ... til hamingju með þetta allt :)

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband