Ferð í dýragarðinn

 


Sept2009 140

 

Við skelltum okkur til Odense um helgina og fórum í dýragarðinn, það var rosalega gaman, passlega stór garður og voða skemmtilega uppsettur. Tókum HELLING af myndum og stelpurnar skemmtu sér rosalega vel.

Elenu fannst mest til koma til sækúnna og risa fiskabúrsins. Og María næstum tapaði sér hjá geitunum eins og sést á myndbandinu... annars gelti hún bara á öll dýrin. 

 

 

 

Sept2009 399Sept2009 387Sept2009 392

 

Sept2009 214 


 

 

 

 

 

 

 

Sept2009 378

 

 

 

 

 

 

 

María litla var bitin í fingurinn af póny folaldi þegar hún var að benda á voffan.. hehe og var ekkert mjög hress með það.

rétt á eftir sáum við skilti.....

Sept2009 311

 Ef hesturinn er súr, þá bítur hann.... hehe æjæj..  

hann var súr.... eða svangur í litla klístraða putta.

 

Sept2009 351Sept2009 336Sept2009 264

 

Sept2009 279Sept2009 314Sept2009 278Sept2009 273Sept2009 284
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Stelpurnar eru byrjaðar að æfa "fimleika" ef fimleika má kalla Police ..... Karólína er í leikfimi tíma einu sinni í viku, þar eru þau að hoppa hlaupa og gera ýmsar æfingar, og hún kemur rennandi sveitt heim, þetta á mjög vel við hana og hún þekkir flestar stelpurnar í hópnum. Elena var aftur á móti í miklum vandræðum með að finna hóp við hæfi, því barna leikir og æslagangur er ekki henni mikið að skapi þegar að æfingum kemur. Sideways En hún virðist vera búin að finna hóp sem á betur við hana, það er einhverskonar jazzballet hópur( eldri stelpur ) en því miður er ekki mikið í boði fyrir metnaðarfulla krakka eins og hana, nema einhverjir öfga keppnis hópar - sem við erum ekki alveg að nenna... GetLost Hún er ánægð og líður vel svo að það er fyrir öllu. 
 
Annars fór Elena í skólaferðalag í vikunni með bekknum sínum og gisti yfir nótt. Ég er ekki frá því að 3 grá hár hafi sprottið á hausnum á mér þann sólarhringinn. Ég þurfti ekki að  hafa miklar áhyggjur, hún skemmti sér ótrúlega vel og eignaðist helling af nýjum vinum. Þau gistu í kofa í miðjum skóginum, tíndu sér hnetur og ávexti í matinn, fóru á ströndina, bökuðu pönnukökur í varðeldinum, fóru í leiki í skóginum og héldu svo náttfata-diskó svo eitthvað sé nefnt... Andlitið var eitt stórt bros þegar hún kom til baka.  
 
Sept2009 303Sept2009 128Sept2009 223Sept2009 219Sept2009 262
  
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærar myndir og video, alltaf jafn gaman í Danmörk.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband