Bekkjarmyndir

Karólína 1.A
Elena 2.A
  
Lífið gengur sinn vanagang, nóg að gera í skólanum hjá Sigurgrími og kennslan gengur vel hjá honum. 
tónleikar 1.a
Umsjónakennarar stelpnanna komu í heimsókn til þeirra í vikunni,  það er skemmtileg hefð hér í Havnbjergkskole að kennararnir  koma heim til barnanna í foreldraviðtalið einu sinni á ári. Þetta gefur þeim tækifæri á að kynnast og skilja börnin í bekknum sínum betur... ég gleymdi því miður myndavélinni þennan daginn en stelpurnar lögðu ægilega fínt á borð fyrir kennarana sína, helltu upp á kaffi, höfðu voða kósí, gáfu þeim kökur og sýndu þeim myndir af foreldrum sínum á Íslandi og í Kína og útskýrðu sína einkennilegu en áhugaverðu fjölskyldu. Það tekur kennarann 3 daga að fara og heimsækja allan bekkinn sinn. 
Það er mikið um að vera í skólanum hjá þeim, þau eru með öfluga heimasíðu þar sem að hægt er að fylgjast náið og vel með því sem er gert í skólanum, krakkarnir eru reglulega tekin úr tíma til að hlusta á stutta tónleika, horfa á danssýningar osfv.  Þau eru núna að æfa samkvæmisdansa fyrir dansleik sem verður bráðlega haldin í skólanum. Það virðist mikið vera lagt upp úr menningu og félagslífi í skólanum þeirra. www.havnbjerg-skole.skoleintra.dk 
Sept2009 440 
Sept2009 433Sept2009 449Sept2009 467Sept2009 448 
Sept2009 418
María Ísól er ótrúlega duglega að tala og kallar sí og æ á systur sínar "Nenena og Kanína"  þess á milli syngur hún hástöfum ... sérstaklega í búðum.... hún er með ótrúlega kröftuga rödd miðað við lítinn líkama og fólki dauðbregður þegar það sér söngvarann litla. 
Hér er hún svo að horfa (syngja & dansa) á Latabæ.... á dönsku. InLove
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar myndirnar af systrunum í alveg eins :o) Og María sætasta að syngja og dansa heheh.

Frábær hefð þarna úti að kennararnir koma í heimsókn ;) 

 Knús til ykkar ... hér er allt á fullu í reunionundirbúningsvinnu og spennan er farin að magnast :o) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, ég á litla frænku sem horfir mikið á "Labadæ" krúttlegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 12:46

3 identicon

Ótrúlega gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar í danaveldi og hvað þú ert dugleg að setja inn nýjar fréttir og myndir. Stelpurnar virðast allar alsælar brosa allan hringinn á hverri einustu mynd.

Knús til ykkar frá Akureyrinni - þar sem var hvít jörð þegar við vöknuðum í gær!!

Eva Mjöll

Eva Mjöll (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Ragna Valdís Elísdóttir

Takk fyrir kveðjuna já það er nú alveg komin tími á að hittast og leifa stelpunum að hittast humm þið vitið hvar við erum ef þið þorið he he

Ragna Valdís Elísdóttir, 29.9.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband