Nýtt hár

Sept2009 496

Karólína gafst upp á síða hárinu, sem er í raun ekkert skrítið því það er hnausþykkt og mikil vinna að halda því við - sérstaklega þegar hún þarf að fara í sturtu í leikfimi osfv. Hún bað um stutt og stutt var að (styttra fær hún ekki) hún er alsæl með útkomuna og þvílíkur munur. Elena Dís fékk líka klippingu og vildi fá hárið sitt í stórt -V-  stutt að framan / sítt að aftan, það létti yfir henni helling líka. Ísólin litla fékk aftur á móti ekki klippingu...

Sept2009 501

 Stelpurnar að mála(María að tromma hehe)

 

Sept2009 491

Við María erum búnar að liggja í flensu sl. daga, við náðum að smita kallinn  pínu. En mikið er sárt að sjá litla skottið lasið Frown hún verður svo ægilega sár þegar hún finnur til - skilur ekki af hverju. 

Við Sigurgrímur fitnum og fitnum hehehe... ég mátti nú kannski pínu við því, en allt gott má taka enda.. en 9 kíló!!!   

Maður fitnar þegar maður er hamingjusamur heyrði ég einu sinni InLove 

9732 133800221537 589941537 2718115 2329767 n

 

 

 

Við erum búin að vera að dunda okkur með að ramma inn gamlar og nýjar svart/hvítar fjölskyldu myndir og setja upp. Myndirnar eru komnar upp á vegg og þetta kemur bara nokkuð vel út að okkar mati. 

 

 

 

Stelpurnar eru að standa sig mjög vel í skólanum og eru báðar með þeim bestu í bekknum sínum í lestri.... mont, mont, mont..... Joyful

Það er mikið um að vera í skólanum hjá þeim þessa vikuna, það er stærðfræði vika hjá þeim og var skólanum skipt upp í  hópa og stöðvar.... og stærðfræðin gerð voða skemmtileg.

Sept2009 003

 

 

En já Sindri bróðir er á leiðinni og við getum varla beðið eftir að hitta hann ..... held samt að Karólína sé spenntust af öllum að hitta hann og spyr daglega hvað séu margir dagar í að Sindri frændi komi . Happy9732 140306656537 589941537 2788419 821263 n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessar myndir eru svo teknar á símann á leiðinn heim einn daginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi pest er greynilega að flakka hér um evrópu, vinir okkar í noregi eru með þetta og Bogey og nágrannar okkar líka. Vonum bara að þetta gangi fljótt yfir :) Frábært a' heyra hvað stelpurnar eru dugleg í skólanum :D 

Karólínu fer mjög vel þessi klipping, en og aftur knús og kossar fra okkur :) 

Kristín og Bogey Sigríður (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúfar myndir að vanda

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:34

3 identicon

Vá hvað þær eru flottar. Trúi því að það sé munur fyrir Karólínu. Er að baxa við sama vandamál með hárið á Urði.

En vá hvað þú ert leiðinleg að klippa ekki Maríu líka. Bannað að gera upp á milli ;)

Veggurinn kemur vel út. Og elskan mín 9 kíló eru ekkert mikið þegar maður á svona flotta fjölskyldu. Miklu betra að vera smá mjúk mamma :P

Annars er ég einmitt byrjuð í BootCamp til þess að ná af mér hamingjuspikinu. Veitir ekki af þegar maður situr yfir skólabókunum allan daginn.

Bið að heylsa öllum

Kveðja Bryndís

Bryndís Rut (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Tinna

Kristín þú meinar pestin "svínaflensa"

Takk Ásdís mín

Hehe 9 kílóin mín eru fín ...... ég hef meiri áhyggjur af bumbunni á honum Sigurgrími.... buxurnar sprungu utan af honum í strætó í dag. 

Tinna, 1.10.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Sæta fjölskylda,

hún er rosalega fín um hárið og já þær báðar auðvitað. Það kemur að því að þú getir klippt Maríu Ísól fyrr en þig grunar og þá muntu ekki hafa undan ;). Svo held ég nú að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þínum 9 kílóum. Það sést örugglega enginn munur ef ég þekki þig rétt. Enda er það svo fljótt að fara af þér, sjæsen að koma til þín þegar þú varst nýbúin að eiga. Það var ekki hægt að sjá að þessi manneskja hefði gengið með barn NOKKURNTÍMANN. En jú það er satt maður fitnar þegar maður er hammó. Allavega styð ég þá kenningu og er orðin 90 kíló, spaug. Knús á allt liðið miss jú darling.

María Ólöf Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband