8.10.2009 | 11:01
Flensubælið og kötturinn nafnlausi
Haustið er komið í allri sinni fegurð, fallegir litirnir úti núna. Við Elena tókum nokkrar myndir í stuttri gönguferð í Þýskalandi í vikunni.





Sigurgrímur kom með þennan litla kisa hérna inn í síðustu viku, hann var fastur í hjólakerrunni. Síðan þá hefur hann lagt leið sína hingað heim og núna held ég að hann sé komin til að vera... verkefni dagsins er að fara og tala við eigandann og fá hann alveg. Þetta er eitt það mesta krútt sem til er og hann er gjörsamlega búin að bræða hjörtu allra á heimilinu. Nú er það bara að finna nafn á kisa.... María kallar hann Nölu eins og dobermaninn hennar Sellu hihihi.... Hnykill, Lopi og Brandur koma líka til greina. En fyrst finnum við eigandann og tökum svo ákvörðun um hvað gera skal.
Sindri bróðir og Biggi vinur hans eru búnir að vera hérna hjá okkur og við Elena fórum með þeim til Flensburg. Þeir eru að ferðast um Þýskaland og koma svo aftur við hjá okkur á heimleiðinni. Mikið var gott að fá hann í heimsókn.
Annars er Elena búin að liggja með flensu alla vikuna, eflaust líka með svínaflensuna líkt og við María. Hún var voða aum litla greyið, og leið á að vera inni í næstum viku.. hún notaði tækifærið og sendi fjölskyldumeðlimum tölvupósta, pabbi hennar gaf henni tölvu núna í sumar sem hún er búin að nota mikið. En hún er að ná sér núna og þá er Sigurgrímur orðin veikur og búin að liggja í 3 daga
Í gær var svo árshátíð í skólanum hjá stelpunum, þær eru búnar að vera voða duglegar að æfa sig að dansa, þetta var svaka prógramm .. tók hela 3 klukkutíma en var voða gaman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ,
alltaf gaman að lesa bloggið þitt Tinna mín og greinilegt að þið hafið það gott þarna í konungsríkinu. Stelpurnar eru náttúrulega bara sætar og Lopi hljómar vel sem nafn á kisulóru.
Kveðja héðan úr kuldanum :-)
Sandra Lóa og strákarnir.
Sandra Lóa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:22
Lífið alltaf ljúft hjá ykkur þrátt fyrir flensur og annað, kisa er yndisleg viðbót sé ég, algjör moli. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.