18.10.2009 | 12:16
Mikið bleikt
Það hefur mikið verið að gera sl vikur, Sindri bróðir komin og farin aftur. Við Helga vinkona fórum til Flensburg og sóttum þá félaga og notuðum auðvitað tækifærið og fórum að versla
...... það eru smáatriðin í Þýskalandi sem eru betri en annarstaðar..... eins og allt í sambandi við bíla ... og bílastæðin..... eru merkt AÐEINS FYRIR KONUR
Svo er búið að vera viku frí í skólanum hjá stelpunum, við erum bara búnar að vera að taka því rólega hérna heima. Bíllin loksins komin og í honum var hellingur af lopa. Svo að ég gat klárað peysu nr 2 á Sigurgrím (tölum ekkert hvað varð um hina peysuna) búin með lítinn kjól á Maríu Ísól og er komin vel á veg með kjól nr 2. Hér er Maríu skottið að máta kjólinn fyrir mig. Það koma svo myndir af öllum saman seinna
Þeim systrum finnst voðalega gaman að fá að klæða sig eins og nota hvert tækifæri til, enda líka ótrúlega líkar. Sjáum til hvað það endist lengi
María Ísól hermir eftir öllum og öllu, hún talar stanslaust með sinni penu röddu, og er ótrúlega skemmtileg....
En hér eru stelpurnar að fíflast heima ...
og svo er leikurinn endurtekin
Halloween færsla comming up....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þá ekki myndarskapurinn í minni :) ég hitt flestar bekkjarsystur þínar á laugardegi fyrir viku, fór í IKEA þar sem Solla var að hitta þær, rosa gaman, þær eldast hægt eins og þú. Kær kveðja til ykkar allra
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.