19.10.2009 | 15:02
Hrekkjavaka
En Halloween var haldið hér núna um helgina þær vildu auðvitað báðar vera Miðvikudagur Addams svo að við gerðum okkur góðan dag og skelltum okkur öll í Addams gervi eftir að hafa horft á Addams family kvöldinu áður, við höfum alltaf einu sinni - tvisvar í viku kósíkvöld og þá fá stelpurnar að velja hvað gera skal. Eins og sést á myndunum voru Elena og Karólína í karakter allan daginn og stökk varla bros á vör. Við vorum hér heima í góðum gír að gera okkur til, stoppuðum stutt á Halloween skemmtun hjá íslendingafélaginu í Sönderborg og fórum svo í partý hjá Nóna og Bryndísi, dönsuðum og borðuðum vöfflur.
Skemmtilegur dagur að baki.
Það kom mér á óvart hvað fólk er byrjað að skreyta fljótt og farið að halda mikið hrekkjavöku tengt hérna, miðað við að hrekkjavakan er ekki fyrr en eftir 2 vikur. En já við tökum bara þátt í gleðinni og erum búin að kaupa grasker og Sigurgrímur fór í geymsluna og fann til allt hrekkjavöku skraut (sem nóg er til af eftir búsetuna á Ásbrú). í kvöld verður graskerasúpa og húsið skreytt ógeðslega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð ekkert smá flott! svo skemmtilegt að sjá þessar myndir :)
Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:44
Geðveikt
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2009 kl. 14:46
ha ha ha þetta eru frábærar myndir og gaman að sjá hvað þið eruð samheldin og flott fjölskylda. Knús á ykkur fyrirmyndarfólk.
María Ólöf Sigurðardóttir, 25.10.2009 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.