26.10.2009 | 13:47
Djöflagangur og dökkir lokkar
Við skelltum okkur í Funpark í þýskalandi um helgina... þvílík snilld sem þessi staður er. Risastór innileikvöllur með fullt af rennibrautum, trampólínum, bolta landi spilatækjum osfv.
Stelpurnar auðvitað töpuðu sé þarna inni, hlupu um og djöfluðust eins og þær ættu lífið að leysa. Þær fáu myndir sem náðust af þeim systrum er hér með skellt hingað inn.
Ég ákvað líka að kveðja ljósu lokkana, komin tími til að breyta til..... ég fór þó ekki dönsku leiðina og fékk mér broddaklippingu eða appelsínugult hár... það er merkilegt hvað margar danskar konur eru með hræðilega ljótt hár hérna.... en ég er bara mjög sátt við útkomuna og Sigurgrímur minn líka, ótrúlegt en satt (segir hann amk)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tinna mín, þetta fer þér sennilega bara vel en var enginn sem gat tekið mynd af þér?
Kv. Nóni
Nóni (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:29
Greinilega ekki, hahaha..... eða þá að ég sé svona óþreyjufull að geta ekki beðið eftir að einhver komi heim til að taka af mér mynd.....
Tinna, 26.10.2009 kl. 21:58
Þú ert alltaf flott elskan mín, sama hvað þú gerir. Svo er það líka rétt sem sagt er: "Brunettes have more fun" ;).
María Ólöf Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 00:12
Æðislega flott.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.