Prjóni prjón

nov09 446

Það er prjóna æði hérna í Danmörku rétt eins og á Íslandi. Ég er búin að vera voða dugleg að prjóna og er loks búin með kjólana á allar stelpurnar, markmiðið var að klára þá fyrir 1. des, sem mér tókst. Grin Þá eru jóladressin á stelpurnar komin. Við fórum svo í gær og keyptum jólaskó á hópinn, þær voru svo ánægðar stelpurnar að það var tekin svaka tískusýning fyrir okkur foreldrana. Ég er líka búin að vera að gera svona voða fína kraga..... er eiginlega bara rosa ánægð með þá, og svo auðvitað peysurnar sem ég gerði á Sigurgrím.....sem pössuðu mis vel (önnur smell passar á mig-heppin ég).   Næst ætla ég svo að gera kjól á mig sem ég er búin að vera að plana í marga mánuði...... en fyrst annan kraga og eina húfu á litlu Ísól. I'm on fire W00t

nov09 451nov09 440nov09 398nov09 463nov09 468nov09 4861nov09 4801

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um síðustu helgi var Elena á fimleika "móti"(æfingamót-engin keppni) mæting kl 18:30 og ekki búið fyrr en kl 00:00 eða 00:30, voða furðulegur tími fyrir íþróttamót fyrir börn. Það var voðalega gaman nema hvað það voru 600 krakkar og 2 foreldrar... ég og kallinn sem svaf á bekknum við hliðina á mér.

nov09 385nov09 388

Við fórum svo með Elenu í foreldra viðtal í síðustu viku, það var auðvitað bara það sama og venjulega: glaðlynd, alltaf í góðu skapi , brosmild, vinsæl, stendur sig vel í stærðfræði og lestri og talar orðið reiprennandi dönsku eftir aðeins 4 mánuði. Dönskukennarinn var ótrúlega ánægður með hana og stærðfræðikennarinn bað okkur vinsamlegast ekki að flytja næstu árin því að hann nýtur þess svo að hafa hana í bekknum. Kallaði hana góðan vinning eða gjöf fyrir bekkinn. Mont mont mont!!!

 

nov09 394

 

 

 

 

Við fórum líka í bíó síðustu helgi sem er varla frásögufærandi nema hvað að bíómiðinn í Sönderborg kostaði 80 kr á MANN sjiiii  sinnum 4.  Það er hvorki meira né minna en 6.957,76 íslenskar krónur.....  sem betur fór nutu allir myndarinnar en vá hvað mig sveið í veskið.

 

 

nissepige

 

 

Á morgun er jólaföndur með Karólínu bekk og Karólína á að leika í leikriti í skólanum sínum, hún er lítill Julenisse. Við bíðum öll spennt eftir að sjá hana. 

 

 

Og að lokum...

 .

.

.

.

.

.

María má ég sjá hvað þú ert sæt?

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

 

nov09 375

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér, ég hef alltaf sagt að þú sért mjög dugleg í hödunum og hér sannarðu það aldeilis.  Stelpurnar eru frábærar allar, þið megið vera stolt af þeim. Og María Ísól er nokkuð hægt að gera sig meira sæta.

Agnes amma (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

María komin með pós svipinn á hreint :)  yndisleg.  Rosalega ertu dugleg að prjóna stelpa og flottar verða þær systur um jólin.  Kær kveðja til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Sólveig Ósk Óskarsdóttir

VÁ hvað þú ert dugleg að prjóna. þetta hefði mér ekki dottið í hug. hvað kostar peysa? langar í langar í.

stelpurnar ykkar eru voða fínar í þessum kjólum.

þessi zoolander pósa hjá maríu er náttlega bara óborganleg! hahaha. alger snild.

koss og knús.

solli

Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 28.11.2009 kl. 18:06

4 identicon

Jei jei nýjar myndir og fréttir.... sko hvað þú ert myndarleg ungamamma, prjóna á allan flotann! Alltaf gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar. Kveðja frá mér og bumbupúkanum sem sýnir ekki á sér neitt fararsnið ;)

Eva Mjöll (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Tinna

Svona er húsmæðrastarfið....

ég er nú samt ekki eins afkasta mikil og mamma.

Tinna, 28.11.2009 kl. 19:23

6 identicon

Vááá, hvað Elena er að brillera! Það kemur mér svosem ekkert á óvart. Gaman að heyra hana tala dönsku áðan:) orðin rosalega klár í henni.

Helga Katrín (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Tinna

Var nokkuð við öðru að búast ;)

Hún HUND skammast sín fyrir okkur ef að við opnum á okkur munninn.

Tinna, 1.12.2009 kl. 23:26

8 identicon

Duglega Duglega Tinna!

Fyndið, munstrið í kjólunum er einmitt það sem að Sumarrós er búin að panta á sína peysu sem að er næst á dagskrá hjá mér (eftir jólagjafaprjón) nema þetta verðurekki kjóll heldur síð opin peysa með hettu.

Og svo er Bjarki frændi minn búinn að panta eins peysu og þú notaðir á peysuna hans Sigurgríms (sem að passar á þig).

Alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur. Knús Tinna mín!

Linda (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband