29.11.2009 | 23:35
Jule nissen
Karólína var lítil nisse pige um helgina í skólanum. Við komum auðvitað öll að horfa á hana, það skal tekið fram að hún var sú eina af öllum krökkunum sem að ruglaði ekki línunni sinni í leikritinu og stóð sig ægilega vel. Við tókum andlitslitina með og máluðum nokkur músa-andlit fyrir leikritið. Svo var farið upp á loft og föndrað jóladagatal og drukkið kaffi og borðaðir ástarpungar með sultu og sykri. Smá spark í rassinn á okkur sem kom okkur í jólagírinn. Í dag settum við svo upp jólagardýnurnar og nokkur ljós.
Já hér kemur julenissen í "heimsókn" daglega allan desember mánuð með stríðni og litlar gjafir (hann býr víst uppi á háalofti) ..... það gera 72 gjafir fyrir okkar börn!!!!
Það er eins gott að hann sé vel undirbúin fyrir þessi jólin okkar nisse.
Sumir voru pínu þreyttir eftir daginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að kíkja hér við, góða skemmtun í desember í öllu jólastandinu.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.