16.12.2009 | 21:11
Jólin nálgast
Og við erum komin í jólaskap.
Við erum búin að vera að jólast í rólegheitunum skelltum okkur til Þýskalands um síðustu helgi, mikið er rosalega jólalegt í þýskalandi. Pínu litlar hliðargötur fullar af handverki, jólaglögg á hverju horni, syngjandi Lúsíur marserandi um göturnar, jóla-snúðar gefnir vegfarendum og ilmurinn af ristuðum möndlum og kakói yfir öllu. Blússandi jóla stemming hvert sem maður leit.
Við erum líka búnar að vera að baka piparkökur og föndra úr trölladegi, Maríu þótti það voða gaman. Jóla pakkarin allir að smella saman , svo nú er lítið annað en að njóta þess að jólin séu að sigla inn.
Við vorum að koma af Julefrukost með bekknum hennar Elenu, það var voða gaman María stal auðvitað senunni þar eins og vanalega með sínu brosi.
Og núna kyngir niður snjó og allt orðið á kafi, á morgun verður farið út að búa til snjókarl og að renna sér á sleða, við erum jú Íslendingar og ættum að kunna þetta vel.
Hér eru svo stóru englarnir okkar í jólaskapi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.