Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2008 | 22:45
Hvítasunnuhelgin
Vorið er komið í Reykjavík og Laugavegurinn angar af brumi trjánna, svona á þetta að vera. Ég var ekki búin að átta mig á hversu mikið maður getur saknað 101 Reykjavík - kíkti á Jóa í Liborius og horfði á danssýningu hjá honum - rauðvín, ostar ofl í boði og fólk almennt hamingjusamt og í góðu skapi í góða veðrinu allt þarna í kring. Þetta verður frábært sumar.
Ég eignaðist "barnabarn" líka í dag eða frekar Elena, rollan hennar hún Stjarna eignaðist þennan líka stóra og myndarlega hrút sem fékk nafnið Arnar. Svo er það bara morgunkaffið á morgun, allir velkomnir, eins og þeir segja - more the marrier.
Annars eru verkirnir að minnka ég er bara að slaka á og njóta þess að vera með bumbu og taka því rólega, barnið er orðið svo stórt að hreyfingarnar eru orðar svolítið öðruvísi - hægt að finna hvað er hönd og hvað fótur - gaman gaman. Rúmlega 2 mánuðir til stefnu.

Note to self: Indverskur matur er góður á bragðið - ekki góður fyrir óléttar konur!
.............................................................................
Annars talandi um dans hér eru Fish og Bóbó í Máli og Menningu.
Ég mæli með að spóla yfir fyrstu mínútuna - you get the point.
Bloggar | Breytt 11.5.2008 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 23:57
Forgangsröðun
Hvernig stendur á því að fólk sendir börnin sín í fóstur vegna þess að það er í skóla?
Þetta virðist vera algengt, og fá sér svo bjór í skólanum í tilefni þess að krakkarnir eru ekki heima.
Bloggar | Breytt 6.5.2008 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 11:31
Dans-dísin mín
Það er ýmislegt sem að léttir manni lundina í próf lestrinum þessa dagana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 22:55
Bumbu mynd!
Skari vinur minn kom í heimsókn til mín um helgina með myndavélina sína og smellti nokkrum bumbumyndum af mér,
Nágranninn minn kom svo í morgunkaffi til okkar klæddur eins og Hugh Hefner sjálfur á silki náttsloppnum sínum og bauð okkur yfir í grill, við skelltum okkur í Bláalónið og mættum beint í grillið á eftir - gott að setja skólann á smá hold í pínu stund og dreifa huganum. Takk Skari minn fyrir allt
þú ert frábær, OG takk Líf fyrir hjálpina....
Hér er svo Flickr síðan hans http://flickr.com/photos/skarih/ Það eru einhverjar myndir komnar þar inn.
Bloggar | Breytt 29.4.2008 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 10:41
Ballerínan
Vorið er tími uppskeru vetrarins. Þessa dagana er allt að gerast skólinn á fullu og styttist í próf - en mitt líf er nú bara rólegt miðað við Elenu Dísar líf. Í vikunni var vorsýning hjá Ballettskólanum í Borgarleikhúsinu - þetta var hennar frumraun á sviði, hennar hópur var fyrstur á svið, hún í fremstu röð og í miðjunni - smá spenningur og stressið var mjög mikið. En auð vitað stóð hún sig eins og atvinnumaður, hér er svo smá brot ....
Og koss frá Röggu ömmu að lokinni sýningu
Og svo blómvöndur eins og stjörnur fá eftir frumsýningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 00:35
Á íslensku má alltaf finna svar...
Ein hefðbundin bílferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 22:39
Námsmenn þurfa víst ekki að borða
Ekki skil ég hvað starfsfólk LÍN er að hugsa þegar að heldur að hægt sé að halda uppi heimili fyrir 82.600 kr. á mánuði - mig langar rosalega til að bölva þeim í sand og ösku en hef varla geð til þess. Sá sem ákvað þessa útreikninga er bara bjáni.
En í fátæktinni er ég búin að vera að spara fyrir hjóla-hjálmi fyrir prinsessuna, og með hækkandi sól var tímabært að fara og kaupa slíkan grip í dag, vinkonurnar koma núna daglega við í hjóla gírnum og mín horfir á eftir þeim því gamli hjálmurinn skemmdist í flutningunum. Við komum við í hjólabúðinni og fundum eins hjálm keyptur hafði verið árinu áður, ég ætlaði að fara að máta gripinn á skallann á dótturinni þegar afgreiðslumaðurinn tók hann af mér og sagðist eiga annan á bakvið - ekki í pakka sem við mættum bara eiga - alveg eins, ég bauðst samt til að borga gripinn og sagði honum að ég hefði nú ekki verslað hinn hjálminn hjá honum, en hann þvertók fyrir það og út fórum við með 4000 króna hjálm og ekki krónu fátækari. Þessi maður er dýrlingur.
Ég vona að honum líði betur er formanni LÍN.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 22:49
Júhú !!!
Eins gott að þetta verði í júní eða snemma í júlí.
![]() |
Damien Rice í Bræðslunni í sumar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 00:28
Hverjum datt þetta slagorð í hug?
Tuggable Huggable Softness Toilet Tissue
Furðulegt - en spaugilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 22:41
Æfingin skapar meistarann
Ég komst að því kl 8 í morgun þegar að litla barnið mitt var að gera sig tilbúna fyrir "mót" að litla barnið mitt er ekkert svo lítið lengur. Loksins fékk hún viðurkenningu fyrir allar æfingarnar og fékk að fara á fimleikamót hún er búin að æfa sig daglega síðan í október og hefur farið mikið fram.
Hún stóð sig eins og hetja og vinkaði pabba sínum á 5 mín fresti og var eina barnið sem gat ekki staðið kyrr í 2 sek (hún td. dansaði í staðin fyrir að labba). Þetta var stór stund og ótrúlega gaman að sjá litla kroppinn skoppa um og njóta sín út í ystu æsar.
Hér er svo afreksturinn, annars var maður svo montin að það mátti ekki taka mynd
Fleiri myndbönd af fimleikmótinu og heima-æfingum eru svo að finna hér til hliðar.
Bloggar | Breytt 14.4.2008 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar