Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nóvember og Elena 9 ára

9ára

9ára afmæliElena 9áraElena 9ára9ára afmæli elenuElena 9ára

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Wizard Elena Dís varð 9 ára um daginn og í tilefni dagsins skelltum við okkur í Funpark í þýskalandi og svo var haldið þrusupartý helgina eftir. Í ár var ekki haldið hrekkjavökuafmæli eins og sl 3 ár okkur Sigurgrími til mikilla vonbrigða en við redduðum því og héldum bara okkar eigin hrekkjavökupartý í staðin og fórum sem Tim Burton karakterar.

 

Edward

Emilie

halloweenEmily

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lady Gaga var æði, við fengum fáránlega góð sæti alveg beint fyrir ofan sviðið svo að við sáum allt mjög vel. Við tókum bara litlu myndavélina með okkur og náðum mörgum góðum myndum af fröken Klikk eins og hún er kölluð á okkar heimili. Það má segja það þetta hafi verið þeir allra flottustu tónleikar sem að við höfum farið á ... þvílíkt show og flottir búningar. 

 

LadyGaga

LadyGaga LadyGagaLadyGagaLadyGaga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elena Dís sýndi sína fyrstu sýningu í dag með Elitegruppen og stóð sig mjög vel, svo er stór sýning í Nordborg á þriðjudaginn sem er alveg frábært því að þann dag kemur einmitt mamma til okkar svo að hún fær tækifæri á að sjá primaballerinuna okkar á sviði.  Mamma verður í viku og svo verðum við samferða henni til Köben því Elena er akkúrat að fara á æfingu í konunlegaleikhúsinu með Den Kongelige Ballet á sama tíma ....... svo getum við farið að slaka á. 

 musikskolen nov2010musikskolen nov2010musikskolen nov2010musikskolen nov2010musikskolen nov2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spurning hvort það verði nokkuð slakað á fyrr en um jólin, ég var að fá annarverkefnið mitt sem á að vera tilbúið fyrir jól og það er meira en nóg að gera bara í því, og eins og alltaf mikið að gera hjá Sigurgrími í skólanum .. við erum farin að skipta okkur niður á hver fær að fara út og læra. 

Annars ætlar Sindri bróðir að koma og ver hjá okkur um jólin og við erum rosalega ánæg að hann ætli að gera það .... María Ísól er samt spenntust af öllum af því að hún Á SINDRA!


Nýjustu fréttir af Ulkeböldam 105

 69967.Romeo_og_Julie_plakat

........ það er mikið framundan hjá okkur í  "social" lífinu næstu vikur við erum að fara með stelpurnar á uppfærslu Peter Schaufuss á Rómeó og Júlíu ballettinum um helgina, þær eru alveg hrikalega spenntar yfir þessu og við foreldrarnir ekki síður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Lady-Gaga-Wallpaper-lady-gaga-3118356-1024-768

 

Við eigum miða á bestu tónleika EVER.... enga aðra en Lady Gaga núna í haustfríinu og við höldum varla vatni öllsömul......... við fundum allt í einu tónlistarmann sem að ALLIR í fjölskyldunni fíla í tætlur og keyptum miða fyrir okkur öll (nema kálfinn hana Maríu hún er of lítil) þetta verður geðveikt.

 

Hrekkjavakan er á næstu grösum og stelpurnar eru byrjaðar að æfa sig að mála sig, hvora aðra og aðra krakka í hverfinu fyrir hana. Þær eru alveg hrikalega fyndnar þegar þær taka upp á því.Wizard

september2010 001. september2010 044september2010 004september2010 024september2010 026september2010 010

 

 

 

 

 september2010 012september2010 080september2010 030

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kata litla kisan okkar tíndist við mikla sorg heimilisbúa, svo að við féllumst á að bjarga litlum sætum kettlingi sem fékk það þokkafulla nafn Pamela Anderson frá svæfingu. En nei viti menn 3 dögum eftir að Pamela litla kom inn á heimilið þá hringdi í mig kona sem hafði fundið Kötu greyið eftir 1 1/2 mánaðar fjarveru...... hún kom heim hrikalega stór og feit en ljúf sem lamb...... Þannig að einhvernvegin fórum við úr því að eiga engan kött (sem var í raun og veru ágætt) yfir í að eiga 2.  En Pamela litla er alvegyndisleg. Kattarskömmin malar allan daginn sama hvernig farið er með hana. María Ísól er búin að eigna sér hana og sleppir henni ekki, hún er nánast alltaf með hana í fanginu og þær eru ákaflega góðar vinkonur.

 sept 2010 Pamela 016sept 2010 Pamela 019sept 2010 Pamela 041sept 2010 Pamela 063sept2010 100sept2010 093sept2010 094sept2010 075sept2010 045sept2010 030sept2010 006sept2010 026sept2010 024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars er allt gott að frétta af okkur fyrir utan að við erum enn að bíða eftir að fá að hitta litla drenginn hans Sigurgríms. Það virðist ganga mjög illa að tala við mömmu hans bara til að fá að sjá drengin, við erum að verða ráðalaus. En við vonum það besta, að hún taki við sér og leifi barninu sínu að fá að kynnast og umgangast föðurfólkið sitt eins og önnur eðlileg börn. 

Við erum byrjuð á fullu í skólanum , mér finnst alveg hrikalega gaman í skólanum og tímar eins og fibre inviorment sem ég hélt að væru ægilega leiðinlegir eru alveg frábærir. Ég get varla beðið eftir að fara að byrja að gera eitthvað af viti .

 

Og svo svona í lokin nokkrar myndir...

sept2010 063sept2010 053ágúst2010 149

 

 


Sönderborg

ágúst2010 106 

Lífið hér í Sönderborg er komið í gang eftir sumarið og allt að falla í rútínu á ný. Hér í kring um okkur er mikið af Íslendingum og ótrúlega mikið af krökkum... til allrar lukku fyrir okkur þá eru þetta næstum allt stelpur eða um 17 íslenskar stelpur í sömu götunni.

ágúst2010 083ágúst2010 079ágúst2010 053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 055

Karólínu gengur mjög vel í skólanum, kennarinn hennar talaði um hvað hún væri dugleg og opin í tímum og hún er strax búin að eignast vinkonur í bekknum. Karólínu gengur vel í stærðfræði og er BEST í lestri í sínum bekk. Hún er búin að vera rosalega dugleg að lesa heima og við ákváðum að taka íslensku harðstjóra leiðina á lesturinn og láta hana lesa allt tvisvar (eins og kennt er á Íslandi) í stað einu sinni eins og gert er hér..... og viti menn hún er langt ... langt um betri en hinir krakkarnir í bekknum.

 Þetta gefur henni mikið sjálfstraust í skólanum og hún gerir heimaverkefnin sín með

 bros á vör.

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 117

 Krakkarnir í hverfinu byrja að banka um hádegi til að spyrja eftir henni en þá er hún yfirleitt

 í skólanum og þær þurfa oftast að bíða eftir að

 Karólína komi heim svo að hún geti leikið.

Hún er byrjuð aftur í ballettinum og er síðan að fara að keppa í fótbolta á morgun með bekknum sínum. Hún fer í SFO sem er eftirskólinn hérna og gerir marga skemmtilega hluti með þeim þar, eins og um daginn var hún að smíða og kom heim með tré hjarta sem hún hafði sagað út og pússað alveg sjálf. Það er óhætt að segja að henni líði vel hérna og eigi marga vini.

2 ára afmæli Maríu Ísólar 116ágúst2010 006ágúst2010 147ágúst2010 013 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 056

 Elenu gengur líka rosalega vel í skólanum, hún er best í stærðfræði, ensku og lestri í sínum bekk og var að fá einkunn úr stafsetningarprófi í vikunni þar sem hún var líka hæst þar með eina villu (algengt var að vera með 11-12 villur). Það má vel taka það fram að við foreldrarnir misstum kjálkann næstum niður í gólf þegar að hún kom heim með þá einkunn, því Elena hefur aðeins verið í Danmörku í eitt ár og samanlagt hafa um 2 1/2  mánuðir af þeim hafa verið á Íslandi.

ágúst2010 061

 Hún á einnig heilan helling af vinkonum hérna, bæði Íslenskum stelpum í hverfinu og dönskum úr skólanum og svo gömlu vinkonurnar frá Nordborg.

 

 

 

 

ágúst2010 105ágúst2010 044

 

 

 

 

 

 

 

Hún er byrjuð að æfa með Elite balletthópnum og fær að fara til Kaupmannahafnar í nóvember í æfingaferð í Konunglega ballettskólann http://www.kglballetskole.dk/  hún er búin að vera rosalega dugleg að æfa sig alla vikuna og fara á auka æfingar því að það var koma að koma kona frá Kaupmannahöfn til að skoða hana, ekki nóg með að hafa komist inn í þennan hóp heldur var verið að bjóða henni að æfa með eldri stelpunum líka sem er hópurinn sem að hún sjálf hefur litið svo upp til. Þær voru ofsalega hrifnar af henni og hversu einbeitt og yfirveguð hún er á æfingum. 

 

ágúst2010 059

 

María Ísól er líka komin til nýrrar dagmömmu sökum flutninga og gengur vel að aðlagast því öllu líka, hún er svo sem mjög auðveldur krakki í umgengni og alltaf glöð og í góðu skapi svo að það var í raun ekki við öðru að búast. Hún er einnig búin að eignast sínar vinkonur í hverfinu en þær eru allar Íslenskar og koma svona 20 sinnum yfir daginn til að tékka á henni, sem henni þykir ákaflega gaman.

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 0792 ára afmæli Maríu Ísólar 0702 ára afmæli Maríu Ísólar 0332 ára afmæli Maríu Ísólar 0472 ára afmæli Maríu Ísólar 0282 ára afmæli Maríu Ísólar 0312 ára afmæli Maríu Ísólar 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 ára afmæli Maríu Ísólar 076 

ágúst2010 137

María Ísól átti 2 ára afmæli um daginn og er sérstakur áhuga maður um afmæli eftir þá uppákomu, við td. syngjum alltaf afmælissönginn þegar að það er drekkutími eða bara eitthvað gott á borðinu. Henni þykir mjöög gaman að syngja, mér og hljóðhimnunni í mér til mikillar gleði.... því hún á jú mjög sterka rödd sem sem hentar betur til söngs en annars háfaða. Stelpurnar eru ofsalega góðar við hana og ekki einu sinni hafa þær skilið hana útundan eða ekki leift henni að vera með, heldur taka þær hana alltaf með inn í leikinn. ( Hún fær td. að vera hundurinn og tröllabarnið og svona skemmtileg hlutverk ) Stóru systurnar eiga stórt hlutverk í því hvernig Maríu Ísól gengur að samblandast öðrum börnum og hún virðist vera velkominn inn í hvaða hóp sem er.

ágúst2010 081ágúst2010 085

 

 

 

 

 

ágúst2010 010ágúst2010 004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst2010 043

Amma Jóna kom heim með stelpurnar frá Íslandi og var hjá okkur í viku, það var yndislegt að fá hana í heimsókn og geta sýnt henni lífið okkar, nýja húsið og Sönderborg.  Agnes amma er svo á leiðinni til okkar í nóvember og við getum varla beðið. Smile 

 

 

 

ágúst2010 073

 

 

Við Sigurgrímur erum byrjuð í skólanum, mér líst ágætlega á þetta allt, þetta hljómar voða spennandi og ég er komin langt fram úr sjálfri mér og búin að gera allt sem ég ætla mér næstu árin í huganum þó svo að ég viti vel að það sé ekki mikið verklegt í byrjun....  

 

ágúst2010 149

Ég setti inn nýtt albúm með fleiri myndum merkt "haust 2010"

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Sumarið

Jæja ég veit að ég er búin að vera voðalega léleg að blogga hérna í sumar og það er verið að skamma mig fyrir það. 

28224 399934366537 589941537 4464917 6186664 n28224 399934431537 589941537 4464922 7252116 n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

35060 409291281537 589941537 4712441 4736457 n 

Ég ætla að stikla á stóru í gegn um sumarið, stóru stelpurnar okkar Elena Dís og Karólína fóru til

34760 420159161505 701661505 4668923 492448 n

 Íslands fyrir um mánuði að hitta sitt fólk á meðan við Sigurgrímur vorum eftir með gaurinn okkar hana Maríu Ísól. 

39779 413636486537 589941537 4821002 6710240 n

   

  

 

 

 

39353 415824496537 589941537 4880206 2854253 n

 

 

Sigurgrímur er að vinna á fullu uppi í skóla og er að undirbúa kennsluna fyrir næsta ár og gengur bara vel hjá honum.

35671 404337781537 589941537 4584161 3127292 n

 

 

 

 

Elena Dís fékk inngöngu í Konunglega Danska Ballettinn í vor og var sú eina sem komst inn á öllu suður Jótlandi. W00t Það kom grein um þetta í 4 dagböðum hér í

 Danmörku, ein í Þýskalandi og síðan auðvitað grein um hana í Fréttablaðinu bæði um ballettinn og svo myndatöku sem að hún og Arndís Erla Örvarsdóttir fóru í saman hjá Ítalska Vouge

Vouge

 Jájá ég er geðveikt montin, hvað getur maður sagt........ hún er snillingur. 

38196 409137041537 589941537 4708478 7139734 n

 

28724 397879756537 589941537 4408235 1344347 n

Karólína er hjá mömmu sinni á Íslandi og eflaust búin að koma öllum á óvart hversu stór hún er orðin. Við fréttum af henni á bryggjuhátíðinni á Stokkseyri og svo er hún búin að vera hjá ömmu Jónu líka.  

33430 408807481537 589941537 4698027 4741988 n

 

 

 

 

 

 

34760 420159451505 701661505 4668979 3557052 n (1)

 

 

 

 

María Ísól verður held ég bara fyndnari með hverjum deginum sem líður. Hún er búin að finna sér ömmu og afa á svæðinu sem að henni þykir voðalega gott að fara til og fá köku og fær stundum að gista. 

34063 403393126537 589941537 4560378 7680083 n

Hún talar ótrúlega mikið næstum "non stop" frá því hún vaknar þar til hún sofnar. Hún er ALLTAF brosandi og kát. Hún hefur mikinn húmor og það er ekkert eins fyndið eins og þegar við foreldrarnir reynum að lesa á dönsku fyrir hana. María Ísól hefur sterkar tónlistar skoðanir og sterka rödd sem fylgir vel með þeim.Smile Hún verður 2 ára í næstu viku og elskar Dóru landkönnuð, Klossa og Nappa.... hún vill fá Nappa-köku í afmælisgjöf.

 

34063 403393091537 589941537 4560371 4629904 n

Ég er svo að byrja í fatahönnun núna í haust og er voða spennt. Ég hafði hugsað mér að fara í þetta nám í fyrra en ákvað að bíða í ár á meðan við vorum öll að tjúna okkur saman og venjast lífinu hérna í Danmörku og ná góðum rithma. Síðastliðið ár hefur verið yndislegt í alla staði og allar ákvarðanir sem að við höfum tekið hafa verið hárréttar á hárréttum tíma. Stelpunum hefir gengið ótrúlega vel í skólanum og lífinu hérna, Sigurgrími gengur vel í skólanum og við kennsluna og María brillerar í þroska og glaðlegheitum. 

38416 412225956537 589941537 4783751 377960 n

 Núna erum við svo að flytja inn í Sönderborg í stórt og fínt hús sem rúmar okkur aðeins betur, nær skólum og vinum. :)

37390 408814181537 589941537 4698195 3371060 n

 

 

 

 

 

 

38680 1565583258421 1200591047 31577395 6993914 n

 

 

 

38916 412225991537 589941537 4783755 3718806 n35374 408813956537 589941537 4698182 7636239 n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum búin að eiga yndislegt sumar, liggja á ströndinni, slappa af og nóta þess að vera bara 3 og stundum 2  Heart plana haustið og veturinn og hafa það kósí. 

Það eru til afar fáar myndir af okkur fullklæddum, svo það verður bara að hafa það, við erum eins og við séum að breytast í nudista Whistling  Þeir sem vilja geta síðan farið á facebook og séð hundruði mynda í viðbót af okkur hálfnöktum eins og vanalega.

 

Í næstu viku byrjar svo allt á fullu, stelpurnar koma heim, skólarnir hjá okkur fara að byrja og flutningarnir fara í gang.  Amma Jóna er að koma og ætlar að vera hjá okkur í viku, það verður voða gott að fá hana og sýna henni bæði húsin. Smile

34760 420159171505 701661505 4668925 7381901 n34006 408802406537 589941537 4697905 966444 n34063 403393116537 589941537 4560376 838491 n35671 404337866537 589941537 4584178 2262597 n35671 404337796537 589941537 4584164 7630849 n35671 404337791537 589941537 4584163 5027556 n35671 404337786537 589941537 4584162 6714307 n34063 403393121537 589941537 4560377 6982819 n28724 397879771537 589941537 4408236 6425067 n28224 399934546537 589941537 4464933 1306952 n28724 397875536537 589941537 4408094 2334307 n36785 404465731537 589941537 4588509 4893965 n38416 412225971537 589941537 4783754 2276371 n34006 408802416537 589941537 4697907 7028312 n34088 408813831537 589941537 4698176 6211441 n

 


Vorið, afmælið og balletsýningin

Mikið er langt síðan ég hef skellt inn færslu hérna. Það er mikið að gera á stóru heimili, sl vikur hafa verið þétt bókaðar og hver einasti dagur upptekin. Mikið að gera í vinnunni hjá mér og að halda utan um félagslífið hjá öllum krefst svolítillar fyrirhafnar og tíma, en þetta fer allt að róast í næstu viku. 

 


 

Vorið er svo sannarlega komið hérna á norður Als og hitinn fór upp í 23 gráður í gær með sól og tilheyrandi, gróðurinn er allur farin að taka við sér og laufin á trjánum spruttu á 2 dögum. Við erum búin að vera dugleg að vinna í garðinum sem hefur verið óhirtur sl ár, og hann er allur að koma til nú vantar bar fín skraut blóm og hlið svo að hlaupa drottningin okkar sleppi ekki í burtu á meðan við skvísurnar erum í sólbaði. Cool

vorið garðvinna

Það hefur legið svolítið á að garðurinn komist í gott stand því að núna í mai og júní þurfum við bókstaflega að flytja út í garð því það á að taka eldhúsið og baðherbergin bæði  í gegn, svo að við verðum baðherbergis- og eldhúslaus í mánuð.. gaman að því. Smile

Afmælisbarnið

 

Karólína varð 8 ára í síðustu viku og það var haldið upp á daginn með stæl, þar sem hún er prinsessan á heimilinu var auðvitað PRINSESSU þema og öllum gestum ráðlagt að mæta í sínu fínasta pússi, helst í prinsessukjól eða sjóræningja búning. við vorum rosalega heppin með veður og grilluðum pylsur í nýja grillinu okkar og borðuðum prinsessukökur. 

 

 


 

 

Ég setti inn heilan helling af myndum úr frábæru afmæli á facebook sem hægt er að sjá HÉR ef þið viljið skoða betur Heart

Litlar prinsessur afmælisbarnið með pulsu

garðveisla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karólína babuska

Og svo að lokum þá má ekki gleyma sjálfri ballettsýningunni sem er búið að vera að æfa fyrir sl mánuði.

Mikið rosalega vorum við stolt af stóru stelpunum okkar í dag, Sigurgrímur átti ekki orð og hann skemmti sér bara svona vel á ballettsýningunni, jafnvel  þó svo að hann hafi setið einn úti í sal með Maríu.  Ég fékk það hlutverk að hjálpa til á sýningunni og halda utan um einn hópinn, sem gaf mér þá þau forréttindi að fá að vera með allan daginn og á æfingunni og taka myndir Kissing Því miður var ég upptekin við að klæða og greiða á meðan stóra æfingin hjá Karólínu var svo að ég náði ekki myndbandi af æfingunni hennar, en ég náð held ég öllu öðru. 

Karólínu hópur voru Rúnenskar Babúskur og Elenu hópur Ítalskar blómarósir, þarna voru svo líka kúrekar, arabískar stúlkur, kósakkar, skoskar, spænskar og kínverskar stúlkur. Sýningin var ótrúlega flott. Hér er heimasíðan hjá skólanum þeirra.

April,balletsýning 062April,balletsýning 067

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hvet ykkur til að spóla aðeins til baka og sjá myndbandið af Karólínu sem var tekið í janúar og sjá hvað henni hefur farið ÓTRÚLEGA fram. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað Íþrótt getur haft áhrif á marga hluti. Hún er algjörlega að brillera þarna. Grin 

Ítalska Elena

Elena Dís er líka að standa sig frábærlega og var boðið að færa sig upp um hóp í sumar, ég held að það segi bar allt sem segja þarf, hún fékk það hlutverk að leiða hópinn (fremst í miðju) í sýningunni sem er voðalega mikill heiður.Smile

 

 

bið á generalprufunni

April,balletsýning 101 April,balletsýning 102

 

 

 


Karólína á sýningunni.
 
Elena á sýningunni 
 
Frá æfingunni hjá Elenu (mikið betri gæði)
 
Ég bara verð að setja þetta með inn þetta er tekið á æfingu hjá Karólínu í janúar sami dans....... þvílík framför.
 
 

 

 Og svo að lokum þá fórum við út að borða með skvísurnar okkar til að halda upp á þær.

April,balletsýning 124April,balletsýning 131April,balletsýning 128April,balletsýning 130April,balletsýning 132April,balletsýning 143April,balletsýning 138April,balletsýning 142April,balletsýning 147


Vika 10

Í Danmörku er allt talið í vikum..

 

 

María er ekkert voðalega vinsæl hvorki í Bardie né Lundby og fær ekkert alltaf að vera með, sem er mjög ósanngjarnt, því hún á  ekki eins fín hús og stelpurnar. Því var reddað og útbúið "hús" úr gamalli hillu, við tókum stóran pappa, máluðum ævintýraland fyrir hana og eins og sést þá var hún ansi ánægð með aðstöðuna. 

 

IMG 1276
 
 

 

Sigurgrímur gerði þau mistök að sofna í sófanum um síðustu helgi.......hehehehehe OF freistandi

 

 Verst að glimmerið sem var svo fagmannlega stráð yfir hann sést ekki.  María sagði bara  " Vá, FLOTT "

IMG 1290IMG 1291IMG 1288IMG 1293IMG 1296
IMG 1286

 

 
 
 
 
 
 
 
IMG 1285

 

 

 

María Ísól ræður því sem hún vill ráða  og stelpurnar bara hlíða því sem þeim er sagt.  Annars eins og eflaust heyra má þá talar hún mikið og hefur mikinn og skýrann orðaforða, við höfum ekki neinar áhyggjur af því að hún verið eins og mörg önnur tvítyngd börn og verði eitthvað sein til að tala eða illa talandi. Dagmamman hennar segir hana byrjaða að tala mikið á dönsku og að hún tali líka stanslaust þar.

.

 

 

 


Ísland

Picture 082.jpgsvhv
 
Við skelltum okkur til Íslands fjölskyldan í vetrarfríinu okkar núna um daginn. Mikið var það gaman, ótrúlega mikið sem komst í verk og ekkert stress. Hittum "næstum" alla sem við ætluðum okkur að hitta og gerðum allt sem við ætluðum að gera. Við skipulögðum ferðina rosalega vel og áttum nógan tíma í að "gera ekki neitt" á hótel mömmu í Hafnarfirðinum. 
 
20633 322584986537 589941537 3726524 4987757 n20633 322584996537 589941537 3726525 6955804 n21876 318795491537 589941537 3711478 4715301 n21876 318795511537 589941537 3711480 5101063 n
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elena Dís komst í sveitina á hestbak og þorrablót, Karólína til mömmu sinnar, María fékk að kúra hjá afa og ömmu, Gimsi fékk að rokka og ég fékk sushi.  Allar ömmur heimsóttar og öskudagurinn tekinn með trompi.  Við Elena sáum Ingó Veðurguð á öskudaginn og hann var tekin í alvöru guðatölu á staðnum. Það var auðvitað fjárfest í geisladisk með kappanum sem hefur ekki verið settur á stopp síðan við komum heim Shocking 
 
 
 
21876 318808171537 589941537 3711549 8135006 n20633 322585306537 589941537 3726551 2387382 n
21876 318795616537 589941537 3711492 2962480 n21876 318808166537 589941537 3711548 5634652 n febrúar 2010 044
21876 318795661537 589941537 3711496 1710257 n
21876 318795696537 589941537 3711500 4078342 n
febrúar 2010 028 febrúar 2010 07320633 322585351537 589941537 3726556 9042 n
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Við frændsystkinin höfum eignast helling af börnum sl 2 ár  og hittumst í fyrsta skiptið öll með þessi nýju, María Ísól var bara hlunkurinn í hópnum, næst elst... hahaha.... litla barnið mitt. 
 
febrúar 2010 13621876 318795541537 589941537 3711482 2136863 nfebrúar 2010 110febrúar 2010 112febrúar 2010 162
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Heimferðin gekk ótrúlega vel, ég fór ein með stelpurnar heim því Sigurgrímur þurfti að fara aðeins fyrr. Þær voru eins og englar alla leiðina, bleiku sykurpúðarnir okkar - vel merktar í bleiiiiiiiku fangafötunum sínum svo að þær stæðu vel út úr í margmenni. 10 klukkutíma ferðalag er svolítið langt fyrir svona litla ferðalanga. En þær voru (og eru) ótrúlega góðar alla leiðina. Svo að þetta var ekkert mál. Fluffurnar komu held ég allar við til að hrósa þeim fyrir hvað þær væru góðar....... Það var ekki gert á leiðinni til Íslands ..... amk ekki eftir 10 mín tónleika Maríu sem nennti ekki að sitja kyrr í sætinu sínu lengur. Hehe..... já ef það er eitthvað sem hún erfði blessunin eftir hann föður sinn þá voru það raddböndin.
 
 
febrúar 2010 178 febrúar 2010 170

febrúar 2010 174

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En já úr því þetta er svona myndablogg þá stikla ég á stóru, við tókum helling af myndum en samt ekki nógu margar því jú eins og alltaf þá vantar margt og marga.... en hér eru nokkrar í viðbót, annars er hellingur á Fésbókinni þið sem hafið hana..

21876 318795551537 589941537 3711484 2636714 n21876 318795601537 589941537 3711490 4665900 nfebrúar 2010 10121876 318795571537 589941537 3711486 120580 n21876 318796041537 589941537 3711527 6012458 nfebrúar 2010 010febrúar 2010 006febrúar 2010 005febrúar 2010 007

 
 
febrúar 2010 015
 febrúar 2010 014
Og kæru vinir og fjölskylda, endilega kvittið hér að neðan. Smile 
 
 

Allt á kafi

í snjó.

 

Picture 036 Picture 046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér snjóar enn eins og engin sé morgundagurinn. Þetta fer að verða komið gott, mig er farið að langa svolítið eftir sumrinu. En ég þarf víst ekki að örvænta því við erum að fara að taka forskot á vorið og fara í hlýjuna til Íslands. Grin Það eru flestir dagarnir að verða upp bókaðir hjá okkur, við erum víst svo mörg og allri að fara á sitthvorn staðinn og svo hittast á sama stað á ákveðnum tímum þannig að það verður að skipuleggja hvern og einn svo að allt gangi upp og engin skilin eftir. Við viljum hitta sem flesta og gera sem mest en samt ekki gera neitt og slappa af. Eitt er víst að ég ætla í sund og borða soðna ýsu með smjöri, og sushi.... ekki í sundi samt.

 Picture 006Picture 033Picture 032Picture 031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

María er að vanda voða dugleg, byrjuð að pissa í koppinn sinn , hún talar endalaust - hátt og skýrt haha eins og þeir sem hafa hitt hana vita eflaust. Hún er byrjuð hjá dagmömmu og gengur bara rosalega vel enda orðin eins og hálfs árs. Hún talar bara á íslensku við dagmömmuna sína og segir EKKERT á dönsku hahaha. Svo að í morgun fórum við með orðabókina góðu sem að stelpurnar byrjuðu með til dagmömmunnar svo að hún gæti nú skilið barnið. Það gæti verið pínu skrítið að vera með síblaðrandi barn sem að maður skilur ekki.

Ég setti inn nokkrar myndir í albúm merkt Nordborg af .... Nordborg, flestar stolnar frá honum Óla vini okkar, ég ætla að vera dugleg að bæta inn á þetta reglulega. 

 

15538 208423363286 812953286 2944582 955192 n

 


Lína-ballerína

Fyrsti tíminn afstaðin og stærra bros hef ég held ég bara ekki séð Grin
 
 img 0887img 0886img 0918
 
 
 
 
 
 
 
img 0920img 0921img 0924
 
 
 
 
 
img 0934 img 0936img 0916img 0890

Ballerínur

Stelpurnar eru að byrja í ballet núna, Elena eftir rúmt árs hlé og Karólína í fyrsta skiptið.

Karólína er búin að vera að æfa sig upp á dag í mjöööööög langan tíma og getur varla  beðið. Fyrsti tíminn hennar er í dag en hún fékk að fylgjast með Elenu í hennar fyrsta tíma.

Kennarinn hennar Elenu átti ekki til orð yfir hana þegar hún var búin með fyrsta tímann  "þvílíkir hæfileikar" var það sem að hún sagði aftur og aftur, Elena er komin í "elitegruppe" strax og var boðið að sækja um í Danska konunglega ballettinn. Hún þakkaði mér kærlega fyrir að koma með hana í ballettskólann sinn og sagði aftur "þvílíkir hæfileikar" Ég labbaði út með tárin í augunum og bros allan hringinn að springa úr monti, og Elena auðvitað líka því loksins fékk hún útrás og fékk að reyna á sig. Henni hefur leiðst svo hræðilega sl ár í ballettinum því þar er ekki eins mikið action og "challance" eins og í fimleikunum, en núna eru komin inn fleiri spor og stökk, henni þótti ótrúlega gaman. Eitthvað fyrir hana. Halo 

Litlar ballerínur

Í hópnum hennar Karólínu eru bara 8 stelpur svo að hún fær góða kennslu og mikla athygli. Ég ætla að ath hvort ég fái ekki að smyglast inn með myndavélina. 

 

En svona rétt á meðan, gamlar balletmyndir. Kissing

 

Balletpía 15

 


Næsta síða »

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband