Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.1.2010 | 13:47
Flutningar
...... á efrihæðinni
Stóru stelpurnar okkar eru búnar að vera að suða um að fá að vera saman í herbergi í langan tíma. Við fjárfestum í koju og sl dagar hafa farið í að snúa efri hæðinni við. Elena og Karólína eru nú komnar í stóraherbergið María Ísól fékk sitt eigið herbergi og við Sigurgrímur tróðum okkur í litla herbergið. Þetta kemur bara ljómandi vel út allir ánægðir en sú sem er hvað allra ánægðust er litla María Ísól sem fæst ekki niður á neðri hæðina því hún er alltaf að leika.
Inni í herberginu er stór spegill sem hún getur séð sig alla í og hún veit ekki alveg hvort hún eigi að dansa eða leika eða allt í bland, þetta allt er amk. rosalega gaman.
Maríu herbergi er alveg tilbúið og hér eru nokkrar myndir af því, myndir af skvísuherberginu koma seinna þegar búið er að fínpússa það betur.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.1.2010 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2010 | 18:18
Heitirðu Pálmi?
María ísól harðneitar að segja nafnið sitt og er búin að finna sér annað mjög fínt nafn.
Þetta mál er ekki búið enn, en mér sýnist á öllu að ég hafi tapað!
13.1.2010 | 14:09
2010
Þá eru jólin búin og nýtt ár gengið í garð.
Ég er búin að vera rosa léleg í þessu bloggi sl vikur sökum anna, það er ekki mikið sest niður við tölvuna með stelpurnar allar heima. Svo tölum við líka mikið við fólkið okkar á skypeinu og okkar nánustu fá nýjustu fréttir þaðan beint í æð.
Jólin voru yndisleg hérna í Danmörkinni, voðalega rólegt allt en samt nóg að gera. Við skelltum okkur í skötuveislu, jólaball og jólaboð svo eitthvað sé nefnt. Stelpurnar hittu íslenska jólaveina - þær höfðu nú samt orð á því á leiðinni heim að jólasveinninn hafi verið með maskara og netskegg.
Aðfangadagurinn var alveg æðislegur, það var "sofið út" eftir að hafa belgt sig út af skötu og hrúgast ofan á kallinum og horft á jólamyndir frameftir kvöldinu áður. Jólagrautur í hádeginu sem María Ísól kunni mjög vel að meta, snjókallasmíðar og annað tilheyrandi jóla stúss fram eftir degi.
Vinafólk okkar komu svo í mat til okkar áum kvöldið til að upplifa pakkaspenninginn og allt það. Og annað eins pakkaflóð hef ég ekki séð - enda margir sem standa að fjölskyldunni, jólaftréð var bókstaflega grafið í pökkum og það tók um 3 klukkutíma að grafa sig í gegn um þetta.
Íslendingarnir hér á svæðinu hittust svo um áramótin og stelpurnar dönsuðu til kl að verða 2 um nóttina. María Ísól var ekkert að gefa eftir þar og var í bana stuði, ekki vitund hrædd við sprengjurnar.
Það er búið að vera rosalega kalt hérna á eyjunni Als og allt fer úr skorðum við smá snjó, skólinn fellur niður og strætó hættir að ganga. Það hafa ekki verið hvít jól í Danmörku í 14 ár, Elena segist hafa komið með þetta með sér og krakkarnir hérna eru í skýjunum.
Sigurgrímur er á kafi í prófum núna, fékk úr einu (eða tveimur eiginlega) í morgun og stóð sig eins og hetja auðvitað fékk 10 í báðum áföngum Hann er búin að vera ótrúlega duglegur að læra og nær þessu eflaust öllu með glæsibrag. 3 próf eftir ..... og svo höldum við til Íslands í sólina og hitann.
Eins og sést er vetrar-albúmið okkar orðið gígantískt og heill hellingur af myndum þar inni fyrir þá sem nenna að skoða... og munið að kvitta gott fólk.
Gleðilegt ár til ykkar allra.
Þið semeruð ekki með okkur á skype getið fundið okkur undir
sigurgrimur.jonsson
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2009 | 11:51
Vinalagið hennar Karólínu
Karólínu þykir voða gaman að syngja. Hún býr oftast til sína eigin texta við lögin sín. Luciu hátíðin var um daginn og hún er búin að vera að söngla Santa Lucia undanfarna daga. Hún samdi nýjan texta við lagið um vini sína.
19.12.2009 | 10:55
Stjarnan okkar
16.12.2009 | 21:11
Jólin nálgast
Og við erum komin í jólaskap.
Við erum búin að vera að jólast í rólegheitunum skelltum okkur til Þýskalands um síðustu helgi, mikið er rosalega jólalegt í þýskalandi. Pínu litlar hliðargötur fullar af handverki, jólaglögg á hverju horni, syngjandi Lúsíur marserandi um göturnar, jóla-snúðar gefnir vegfarendum og ilmurinn af ristuðum möndlum og kakói yfir öllu. Blússandi jóla stemming hvert sem maður leit.
Við erum líka búnar að vera að baka piparkökur og föndra úr trölladegi, Maríu þótti það voða gaman. Jóla pakkarin allir að smella saman , svo nú er lítið annað en að njóta þess að jólin séu að sigla inn.
Við vorum að koma af Julefrukost með bekknum hennar Elenu, það var voða gaman María stal auðvitað senunni þar eins og vanalega með sínu brosi.
Og núna kyngir niður snjó og allt orðið á kafi, á morgun verður farið út að búa til snjókarl og að renna sér á sleða, við erum jú Íslendingar og ættum að kunna þetta vel.
Hér eru svo stóru englarnir okkar í jólaskapi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 09:57
All the single ladys
8.12.2009 | 13:47
Enn breikkar brosið
1.12.2009 | 22:23
Tönnin loksins farin og djamm
Elena Dís er búin að bíða hálfa ævina eftir að missa framtennurnar og LOKSINS fór önnur í gær... bara búin að bíða í 4 ár.... sterkar og heilbyggðar tennur í stelpunni.
Og svo þriðjudagskvöld á Ribesvej
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2009 | 23:35
Jule nissen
Karólína var lítil nisse pige um helgina í skólanum. Við komum auðvitað öll að horfa á hana, það skal tekið fram að hún var sú eina af öllum krökkunum sem að ruglaði ekki línunni sinni í leikritinu og stóð sig ægilega vel. Við tókum andlitslitina með og máluðum nokkur músa-andlit fyrir leikritið. Svo var farið upp á loft og föndrað jóladagatal og drukkið kaffi og borðaðir ástarpungar með sultu og sykri. Smá spark í rassinn á okkur sem kom okkur í jólagírinn. Í dag settum við svo upp jólagardýnurnar og nokkur ljós.
Já hér kemur julenissen í "heimsókn" daglega allan desember mánuð með stríðni og litlar gjafir (hann býr víst uppi á háalofti) ..... það gera 72 gjafir fyrir okkar börn!!!!
Það er eins gott að hann sé vel undirbúin fyrir þessi jólin okkar nisse.
Sumir voru pínu þreyttir eftir daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar