Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.11.2009 | 23:42
Prjóni prjón
Það er prjóna æði hérna í Danmörku rétt eins og á Íslandi. Ég er búin að vera voða dugleg að prjóna og er loks búin með kjólana á allar stelpurnar, markmiðið var að klára þá fyrir 1. des, sem mér tókst. Þá eru jóladressin á stelpurnar komin. Við fórum svo í gær og keyptum jólaskó á hópinn, þær voru svo ánægðar stelpurnar að það var tekin svaka tískusýning fyrir okkur foreldrana. Ég er líka búin að vera að gera svona voða fína kraga..... er eiginlega bara rosa ánægð með þá, og svo auðvitað peysurnar sem ég gerði á Sigurgrím.....sem pössuðu mis vel (önnur smell passar á mig-heppin ég). Næst ætla ég svo að gera kjól á mig sem ég er búin að vera að plana í marga mánuði...... en fyrst annan kraga og eina húfu á litlu Ísól. I'm on fire
Um síðustu helgi var Elena á fimleika "móti"(æfingamót-engin keppni) mæting kl 18:30 og ekki búið fyrr en kl 00:00 eða 00:30, voða furðulegur tími fyrir íþróttamót fyrir börn. Það var voðalega gaman nema hvað það voru 600 krakkar og 2 foreldrar... ég og kallinn sem svaf á bekknum við hliðina á mér.
Við fórum svo með Elenu í foreldra viðtal í síðustu viku, það var auðvitað bara það sama og venjulega: glaðlynd, alltaf í góðu skapi , brosmild, vinsæl, stendur sig vel í stærðfræði og lestri og talar orðið reiprennandi dönsku eftir aðeins 4 mánuði. Dönskukennarinn var ótrúlega ánægður með hana og stærðfræðikennarinn bað okkur vinsamlegast ekki að flytja næstu árin því að hann nýtur þess svo að hafa hana í bekknum. Kallaði hana góðan vinning eða gjöf fyrir bekkinn. Mont mont mont!!!
Við fórum líka í bíó síðustu helgi sem er varla frásögufærandi nema hvað að bíómiðinn í Sönderborg kostaði 80 kr á MANN sjiiii sinnum 4. Það er hvorki meira né minna en 6.957,76 íslenskar krónur..... sem betur fór nutu allir myndarinnar en vá hvað mig sveið í veskið.
Á morgun er jólaföndur með Karólínu bekk og Karólína á að leika í leikriti í skólanum sínum, hún er lítill Julenisse. Við bíðum öll spennt eftir að sjá hana.
Og að lokum...
.
.
.
.
.
.
María má ég sjá hvað þú ert sæt?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.11.2009 | 09:53
Teboð og haust.
Ekkert mikið í fréttum svo sem, bara fallegt veður og róleg heit. María Ísól er mjög dugleg bæði að leika sér og tala, talar orðið mjög skýrt og með fínan orðaforða.
Hér er hún með teboð..
Og svo fleiri myndir frá vikunni,við fórum út að leika um daginn, hún er farin að hafa skoðanir á klæðnaði skottið og þetta bleika ballerínupils er í miklu uppáhaldi þessa dagana.
Sigurgrímur var að spila á 80' kvöldi Íslendingafélagsins um daginn, við mættum auðvitað í 80' dressinu, það var fámennt en góðmennt og við skemmtum okkur ótrúlega vel.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 22:00
Skórnir hans pabba
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 21:52
Elena Dís
Varð 8 ára á mánudaginn var, þess vegna er þessi færsla tileinkuð henni.
Elena Dís er að standa sig rosalega vel í skólanum hún var í aðeins 2 mánuði í útlendinga bekknum og seinni mánuðinn var hún mest með umsjónabekknum sínum, fór nokkra tíma í viku í dönsku kennsluna.
Þegar hún byrjaði sagði dönsku kennarinn okkur að hún yrði að vera í minnstalagi 3 mánuði í útlendinga bekknum og losnaði þaðan líklegast ekki fyrr en um áramót.... en sko mína. Hún er langbest í lestri í sínum bekk og var enga stund að vinna upp þá 2 mánuði sem hún missti af í byrjun, og þykir mér það rosalegt afrek fyrir barn af erlendum uppruna að vera.
Elena Dís ber mikla ábyrgðartilfinningu fyrir litlu systur sinni og María Ísól er mjög háð henni. Hún er ótrúlega dugleg að hjálpa til með hana og skiptir á bleyjum og gefur henni að borða eins og ekkert sé.
Hún er mjög geðgóð og glaðlynd, það sem einkennir hana sérstaklega er hversu yfirveguð hún er og mikil værð sé yfir henni. Það er eitthvað sem ég hef oft fengið að heyra þegar fólk er að lýsa henni.
En hún er orku mikil og hikar ekki við að klifra upp í tré og grallarast eins og aðrir krakkar.
Hún er ótrúlega hnyttin og með fyndin húmor og stríðnina og fékk hún beint úr föðurlegg.
Elena Dís er ákveðin og sterkur karakter og hefur verið minn klettur sl 8 ár. Oft þegar maður talar við hana er ekki eins og samtalið sé við barn heldur góðan vin.
Hún hélt upp á afmælisdaginn sinn með stæl á föstudaginn og auðvitað var þemað eins og vanalega ... enn eitt hrekkjavöku afmælið. Þær systur voru þar í aðalhlutverki Elena var "Dauða afmælisbarnið" og Karólína "Græna nornin sem gat tekið af sér hausin og kastað í fólk" Sigurgrímur skellti sér í hlutverk sjóræningja og hræddi afmælisgestina við mikla lukku á meðan stelpurnar fóru í fjársjóðsleit og dönsuðu við þungarokk. Veislan heppnaðist vel og hún er alsæl. Í afmælisgjöf gáfum við henni svo skrifborð og tókum herbergið hennar í gegn,Barbíið komið framm á pall svo að Karólína geti leikið líka þegar hún vill án þess að vera rekin út og Elena fái sitt prívat þegar hún vil. Það eru fleirir myndir frá afmælinu og sl vikum á facebook
Annars eru fréttir vikunnar fyrir utan afmælisbarnið að María ísól klemmdi fingurinn sinn á laugardaginn, fingrinum og stelpunni heilsast vel og allt grær að óskum framan.
Elsku Elena Dís mín til hamingju með daginn þú ert yndisleg í alla staði.
Mamma
"Það er komið nýtt albúm með gömlum myndum af afmælisbarninu."
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 13:47
Djöflagangur og dökkir lokkar
Við skelltum okkur í Funpark í þýskalandi um helgina... þvílík snilld sem þessi staður er. Risastór innileikvöllur með fullt af rennibrautum, trampólínum, bolta landi spilatækjum osfv.
Stelpurnar auðvitað töpuðu sé þarna inni, hlupu um og djöfluðust eins og þær ættu lífið að leysa. Þær fáu myndir sem náðust af þeim systrum er hér með skellt hingað inn.
Ég ákvað líka að kveðja ljósu lokkana, komin tími til að breyta til..... ég fór þó ekki dönsku leiðina og fékk mér broddaklippingu eða appelsínugult hár... það er merkilegt hvað margar danskar konur eru með hræðilega ljótt hár hérna.... en ég er bara mjög sátt við útkomuna og Sigurgrímur minn líka, ótrúlegt en satt (segir hann amk)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2009 | 22:58
María Ísól barndarakerling
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 15:02
Hrekkjavaka
En Halloween var haldið hér núna um helgina þær vildu auðvitað báðar vera Miðvikudagur Addams svo að við gerðum okkur góðan dag og skelltum okkur öll í Addams gervi eftir að hafa horft á Addams family kvöldinu áður, við höfum alltaf einu sinni - tvisvar í viku kósíkvöld og þá fá stelpurnar að velja hvað gera skal. Eins og sést á myndunum voru Elena og Karólína í karakter allan daginn og stökk varla bros á vör. Við vorum hér heima í góðum gír að gera okkur til, stoppuðum stutt á Halloween skemmtun hjá íslendingafélaginu í Sönderborg og fórum svo í partý hjá Nóna og Bryndísi, dönsuðum og borðuðum vöfflur.
Skemmtilegur dagur að baki.
Það kom mér á óvart hvað fólk er byrjað að skreyta fljótt og farið að halda mikið hrekkjavöku tengt hérna, miðað við að hrekkjavakan er ekki fyrr en eftir 2 vikur. En já við tökum bara þátt í gleðinni og erum búin að kaupa grasker og Sigurgrímur fór í geymsluna og fann til allt hrekkjavöku skraut (sem nóg er til af eftir búsetuna á Ásbrú). í kvöld verður graskerasúpa og húsið skreytt ógeðslega.
18.10.2009 | 12:16
Mikið bleikt
Það hefur mikið verið að gera sl vikur, Sindri bróðir komin og farin aftur. Við Helga vinkona fórum til Flensburg og sóttum þá félaga og notuðum auðvitað tækifærið og fórum að versla ...... það eru smáatriðin í Þýskalandi sem eru betri en annarstaðar..... eins og allt í sambandi við bíla ... og bílastæðin..... eru merkt AÐEINS FYRIR KONUR
Svo er búið að vera viku frí í skólanum hjá stelpunum, við erum bara búnar að vera að taka því rólega hérna heima. Bíllin loksins komin og í honum var hellingur af lopa. Svo að ég gat klárað peysu nr 2 á Sigurgrím (tölum ekkert hvað varð um hina peysuna) búin með lítinn kjól á Maríu Ísól og er komin vel á veg með kjól nr 2. Hér er Maríu skottið að máta kjólinn fyrir mig. Það koma svo myndir af öllum saman seinna
Þeim systrum finnst voðalega gaman að fá að klæða sig eins og nota hvert tækifæri til, enda líka ótrúlega líkar. Sjáum til hvað það endist lengi
María Ísól hermir eftir öllum og öllu, hún talar stanslaust með sinni penu röddu, og er ótrúlega skemmtileg....
En hér eru stelpurnar að fíflast heima ...
og svo er leikurinn endurtekin
Halloween færsla comming up....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2009 | 11:01
Flensubælið og kötturinn nafnlausi
Haustið er komið í allri sinni fegurð, fallegir litirnir úti núna. Við Elena tókum nokkrar myndir í stuttri gönguferð í Þýskalandi í vikunni.
Sigurgrímur kom með þennan litla kisa hérna inn í síðustu viku, hann var fastur í hjólakerrunni. Síðan þá hefur hann lagt leið sína hingað heim og núna held ég að hann sé komin til að vera... verkefni dagsins er að fara og tala við eigandann og fá hann alveg. Þetta er eitt það mesta krútt sem til er og hann er gjörsamlega búin að bræða hjörtu allra á heimilinu. Nú er það bara að finna nafn á kisa.... María kallar hann Nölu eins og dobermaninn hennar Sellu hihihi.... Hnykill, Lopi og Brandur koma líka til greina. En fyrst finnum við eigandann og tökum svo ákvörðun um hvað gera skal.
Sindri bróðir og Biggi vinur hans eru búnir að vera hérna hjá okkur og við Elena fórum með þeim til Flensburg. Þeir eru að ferðast um Þýskaland og koma svo aftur við hjá okkur á heimleiðinni. Mikið var gott að fá hann í heimsókn.
Annars er Elena búin að liggja með flensu alla vikuna, eflaust líka með svínaflensuna líkt og við María. Hún var voða aum litla greyið, og leið á að vera inni í næstum viku.. hún notaði tækifærið og sendi fjölskyldumeðlimum tölvupósta, pabbi hennar gaf henni tölvu núna í sumar sem hún er búin að nota mikið. En hún er að ná sér núna og þá er Sigurgrímur orðin veikur og búin að liggja í 3 daga
Í gær var svo árshátíð í skólanum hjá stelpunum, þær eru búnar að vera voða duglegar að æfa sig að dansa, þetta var svaka prógramm .. tók hela 3 klukkutíma en var voða gaman.
30.9.2009 | 10:02
Nýtt hár
Karólína gafst upp á síða hárinu, sem er í raun ekkert skrítið því það er hnausþykkt og mikil vinna að halda því við - sérstaklega þegar hún þarf að fara í sturtu í leikfimi osfv. Hún bað um stutt og stutt var að (styttra fær hún ekki) hún er alsæl með útkomuna og þvílíkur munur. Elena Dís fékk líka klippingu og vildi fá hárið sitt í stórt -V- stutt að framan / sítt að aftan, það létti yfir henni helling líka. Ísólin litla fékk aftur á móti ekki klippingu...
Stelpurnar að mála(María að tromma hehe)
Við María erum búnar að liggja í flensu sl. daga, við náðum að smita kallinn pínu. En mikið er sárt að sjá litla skottið lasið hún verður svo ægilega sár þegar hún finnur til - skilur ekki af hverju.
Við Sigurgrímur fitnum og fitnum hehehe... ég mátti nú kannski pínu við því, en allt gott má taka enda.. en 9 kíló!!!
Maður fitnar þegar maður er hamingjusamur heyrði ég einu sinni
Við erum búin að vera að dunda okkur með að ramma inn gamlar og nýjar svart/hvítar fjölskyldu myndir og setja upp. Myndirnar eru komnar upp á vegg og þetta kemur bara nokkuð vel út að okkar mati.
Stelpurnar eru að standa sig mjög vel í skólanum og eru báðar með þeim bestu í bekknum sínum í lestri.... mont, mont, mont.....
Það er mikið um að vera í skólanum hjá þeim þessa vikuna, það er stærðfræði vika hjá þeim og var skólanum skipt upp í hópa og stöðvar.... og stærðfræðin gerð voða skemmtileg.
En já Sindri bróðir er á leiðinni og við getum varla beðið eftir að hitta hann ..... held samt að Karólína sé spenntust af öllum að hitta hann og spyr daglega hvað séu margir dagar í að Sindri frændi komi .
Þessar myndir eru svo teknar á símann á leiðinn heim einn daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar