Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
21.9.2009 | 10:59
Bekkjarmyndir
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2009 | 21:21
Ferð í dýragarðinn
Við skelltum okkur til Odense um helgina og fórum í dýragarðinn, það var rosalega gaman, passlega stór garður og voða skemmtilega uppsettur. Tókum HELLING af myndum og stelpurnar skemmtu sér rosalega vel.
Elenu fannst mest til koma til sækúnna og risa fiskabúrsins. Og María næstum tapaði sér hjá geitunum eins og sést á myndbandinu... annars gelti hún bara á öll dýrin.
María litla var bitin í fingurinn af póny folaldi þegar hún var að benda á voffan.. hehe og var ekkert mjög hress með það.
rétt á eftir sáum við skilti.....
Ef hesturinn er súr, þá bítur hann.... hehe æjæj..
hann var súr.... eða svangur í litla klístraða putta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2009 | 21:46
Haust blíðan
5.9.2009 | 18:33
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
31.8.2009 | 14:12
Myndasyrpa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 19:19
Kvennabúr Sigurgríms
Jæja þá er næstum komin rútína á okkur hérna í kvennabúrinu.
Stelpunum gengur mjög vel í skólanum, búnar að eignast fullt af vinum. Elena Dís er farin að tala dönsku í skólanum og við vinkonur sínar, sem er ótrúlegt miðað við að hafa verið hér í aðeins 4 vikur. Hún er búin að vera í dönsku kennslu í skólanum sínum en núna er hún komin inn í bekkinn sinn og fer aðeins í 2 tíma á dag í dönskuna, 3-4 daga í viku. Hún er einnig komin með sömu námsbækur og hinir í bekknum og gefur ekkert eftir.
Karólínu líður mun betur í Havnbjergskole en í gamlaskólanum sínum og á marga vini hér á sínum aldri og fellur betur inn í hópinn í skólanum. Kennarinn hennar er alveg yndisleg og Karólína er búin að bjóða henni í kaffi hingað heim. Hún er orðin læs á íslensku og hlakkar til að fá að læra heima á daginn, sem segir ansi margt um hvernig henni gengur.
Þær eru nú alltaf að prakkarast eitthvað og komu td. með frosk í nestisboxinu sínu í gær og gáfu mér, hehehehe.
Stóru stelpurnar í hverfinu koma hérna við daglega til að fá að fara út með Maríu Ísól að labba, svo að henni leiðist sko aldeilis ekki.
Sigurgrímur er búin að vera að vinna í Háskólanum í sumar við að gera vinnuaðstöðuna í skólanum betri. Hann var svo að fá vinnu sinni framlengt við að aðstoða fyrsta árs nemendur í vetur og kenna þeim til verka á vinnustofunni....... svo að núna er hann kennari við virtan háskóla í Danmörku , hohohohoho. En þetta er alveg slatta vinna, einir 6 tímar á viku.
25.8.2009 | 08:22
Datt í stiganum
Eins árs er erfiður aldur, líkamleg geta er svo langt umfram vitið .
Í litla húsinu okkar er stigi ...... sem María Ísól má ekki fara í, rétt um hálftíma eftir umræðu um kaup á hliði fyrir stigann datt María litla.... Og í hálftíma á eftir var hún enn að segja frá......
....... 20 mínútum seinna datt hún í sundlaugina í öllum fötunum.
23.8.2009 | 19:56
Myndbönd
Nokkur myndbönd frá sl. viku
Eitt tekið í hádeginu í dag..... Elena Dís og Karólína (hefðarfrúin og álfaprinsessan) að spá í telauf ........ takið eftir svipnum á Karólínu...
Sigurgrímur og María Ísól að tromma saman.
Og svo María Ísól og Sigrún vinkona hennar að sulla úti í sólinni í sundlauginni sem við gáfum henni í afmælisgjöf.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2009 | 22:54
Fyrsta afmælið
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2009 | 09:26
Á sama tíma fyrir ári ......
Fæddist litla María Ísól.
Hún er ótrúlega geðgóður krakki ekki mikið vælandi eða grenjandi heldur alltaf brosandi og tekur svona 10 hláturköst á dag, en það heyrist í henni stúlkunni þar sem hún erfði raddbönd föður síns... María Ísól syngur mikið og á sér óteljandi svipi. Henni finnst voða gaman að tromma á allt sem heyrist í, fikta í gítarnum hans pabba síns, leika með strumpa, kubba, sulla og auðvitað dúkkur sem nóg er af hér á stelpu heimilinu. Hún er ofsalega dugleg a dunda sér við að skoða bækur og getur setið lengi við að leika sér.
María er ofsalega dugleg að tala og talar má segja stanslaust allan daginn. Og hlær auðvitað á eftir þegar hún segir eitthvað fyndið. Verst er að það skilst ekki alveg allt sem hún segir litla greyið. Í fyrradag vorum við mæðgur að telja fingur uppi í rúmi þegar litla barnið gerði sér lítið til og taldi upp á 5 ........ pabbanum brá svo mikið að hann glaðvaknaði...
Systurnar eru rosa góðar við hana og það er tekin laaaangur tími í knús á morgnana áður en farið er í skólann. Hér vakna þær allar brosandi með hvorri annarri.
Elsku María Ísól til hamingju með daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar