Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bekkjarmyndir

Karólína 1.A
Elena 2.A
  
Lífið gengur sinn vanagang, nóg að gera í skólanum hjá Sigurgrími og kennslan gengur vel hjá honum. 
tónleikar 1.a
Umsjónakennarar stelpnanna komu í heimsókn til þeirra í vikunni,  það er skemmtileg hefð hér í Havnbjergkskole að kennararnir  koma heim til barnanna í foreldraviðtalið einu sinni á ári. Þetta gefur þeim tækifæri á að kynnast og skilja börnin í bekknum sínum betur... ég gleymdi því miður myndavélinni þennan daginn en stelpurnar lögðu ægilega fínt á borð fyrir kennarana sína, helltu upp á kaffi, höfðu voða kósí, gáfu þeim kökur og sýndu þeim myndir af foreldrum sínum á Íslandi og í Kína og útskýrðu sína einkennilegu en áhugaverðu fjölskyldu. Það tekur kennarann 3 daga að fara og heimsækja allan bekkinn sinn. 
Það er mikið um að vera í skólanum hjá þeim, þau eru með öfluga heimasíðu þar sem að hægt er að fylgjast náið og vel með því sem er gert í skólanum, krakkarnir eru reglulega tekin úr tíma til að hlusta á stutta tónleika, horfa á danssýningar osfv.  Þau eru núna að æfa samkvæmisdansa fyrir dansleik sem verður bráðlega haldin í skólanum. Það virðist mikið vera lagt upp úr menningu og félagslífi í skólanum þeirra. www.havnbjerg-skole.skoleintra.dk 
Sept2009 440 
Sept2009 433Sept2009 449Sept2009 467Sept2009 448 
Sept2009 418
María Ísól er ótrúlega duglega að tala og kallar sí og æ á systur sínar "Nenena og Kanína"  þess á milli syngur hún hástöfum ... sérstaklega í búðum.... hún er með ótrúlega kröftuga rödd miðað við lítinn líkama og fólki dauðbregður þegar það sér söngvarann litla. 
Hér er hún svo að horfa (syngja & dansa) á Latabæ.... á dönsku. InLove
 
 

Ferð í dýragarðinn

 


Sept2009 140

 

Við skelltum okkur til Odense um helgina og fórum í dýragarðinn, það var rosalega gaman, passlega stór garður og voða skemmtilega uppsettur. Tókum HELLING af myndum og stelpurnar skemmtu sér rosalega vel.

Elenu fannst mest til koma til sækúnna og risa fiskabúrsins. Og María næstum tapaði sér hjá geitunum eins og sést á myndbandinu... annars gelti hún bara á öll dýrin. 

 

 

 

Sept2009 399Sept2009 387Sept2009 392

 

Sept2009 214 


 

 

 

 

 

 

 

Sept2009 378

 

 

 

 

 

 

 

María litla var bitin í fingurinn af póny folaldi þegar hún var að benda á voffan.. hehe og var ekkert mjög hress með það.

rétt á eftir sáum við skilti.....

Sept2009 311

 Ef hesturinn er súr, þá bítur hann.... hehe æjæj..  

hann var súr.... eða svangur í litla klístraða putta.

 

Sept2009 351Sept2009 336Sept2009 264

 

Sept2009 279Sept2009 314Sept2009 278Sept2009 273Sept2009 284
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Stelpurnar eru byrjaðar að æfa "fimleika" ef fimleika má kalla Police ..... Karólína er í leikfimi tíma einu sinni í viku, þar eru þau að hoppa hlaupa og gera ýmsar æfingar, og hún kemur rennandi sveitt heim, þetta á mjög vel við hana og hún þekkir flestar stelpurnar í hópnum. Elena var aftur á móti í miklum vandræðum með að finna hóp við hæfi, því barna leikir og æslagangur er ekki henni mikið að skapi þegar að æfingum kemur. Sideways En hún virðist vera búin að finna hóp sem á betur við hana, það er einhverskonar jazzballet hópur( eldri stelpur ) en því miður er ekki mikið í boði fyrir metnaðarfulla krakka eins og hana, nema einhverjir öfga keppnis hópar - sem við erum ekki alveg að nenna... GetLost Hún er ánægð og líður vel svo að það er fyrir öllu. 
 
Annars fór Elena í skólaferðalag í vikunni með bekknum sínum og gisti yfir nótt. Ég er ekki frá því að 3 grá hár hafi sprottið á hausnum á mér þann sólarhringinn. Ég þurfti ekki að  hafa miklar áhyggjur, hún skemmti sér ótrúlega vel og eignaðist helling af nýjum vinum. Þau gistu í kofa í miðjum skóginum, tíndu sér hnetur og ávexti í matinn, fóru á ströndina, bökuðu pönnukökur í varðeldinum, fóru í leiki í skóginum og héldu svo náttfata-diskó svo eitthvað sé nefnt... Andlitið var eitt stórt bros þegar hún kom til baka.  
 
Sept2009 303Sept2009 128Sept2009 223Sept2009 219Sept2009 262
  
 
 
 
 

Haust blíðan

 

 Sept2009 054

 

Sept2009 083

Skelli inn nokkrum myndum úr veðurblíðunni hér á Als... Annars er allt rosa gott að frétta af okkur, set inn fréttir og fleiri myndir frá helginni bráðlega. 

 

Sept2009 100Sept2009 051Sept2009 095Sept2009 008Sept2009 002Sept2009 006

Það er komið inn nýtt albúm merkt Haust 2009. 


Myndasyrpa

eins og vanalega Wink 
 
ágúst2009 222 
 
Er aðeins búin að vera að leika mér með myndavélina..
 
ágúst2009 207ágúst2009 223
 
ágúst2009 216ágúst2009 238ágúst2009 201
ágúst2009 341 
ágúst2009 270ágúst2009 189
ágúst2009 258
 
 
Annars er bara allt gott að frétta, Jón frændi og Ása konan hans eru hérna og gista hjá Sellu og Óla, við fórum með þeim út að borða og svona um helgina. María Ísól fór í sína fyrstu pössun yfir nótt (fyrir utan afa og ömmu) og það gekk ótrúlega vel, amk hafa Linda og Elmar ekki þorað að kvarta enn.. hehe. . Það er aðeins farið að kólna hérna og rignt sl 3 daga. 
ágúst2009 388
Stelpurnar alltaf jafn góðar það verður mikið að gera í skólanum hjá þeim næstu 2 vikurnar, foreldrafundur, foreldradagur þar sem krakkarnir keppa við gamla fólkið og svo er Elena Dís að fara í ferðalag út í skóg og gistir eina nótt með bekknum sínum.
Karólína eignaðist nýja vinkonu í vikunni sem hún fór heim með eftir skóla um daginn og skemmti sér konunglega. 
 
María Ísól fékk sitt fyrst sykur-sjokk í vikunni og við fjölskyldan urðum agndofa við að horfa á litla kroppinn hlaupa um í hringi og segja "ding ding ding" í 2 klukkutíma,  límonaði er ss ekki lengur leift á þessu heimili. haha. 
ágúst2009 375
 
 

Kvennabúr Sigurgríms

Jæja þá er næstum komin rútína á okkur hérna í kvennabúrinu. 

ágúst2009 154 

ágúst2009 114

Stelpunum gengur mjög vel í skólanum, búnar að eignast fullt af vinum. Elena Dís er farin að tala dönsku í skólanum og við vinkonur sínar, sem er ótrúlegt miðað við að hafa verið hér í aðeins 4 vikur. Hún er búin að vera í dönsku kennslu í skólanum sínum en núna er hún komin inn í bekkinn sinn og fer aðeins í 2 tíma á dag í dönskuna, 3-4 daga í viku. Hún er einnig komin með sömu námsbækur og hinir í bekknum og gefur ekkert eftir.

ágúst2009 100

Karólínu líður mun betur í Havnbjergskole en í gamlaskólanum sínum og á marga vini hér á sínum aldri og fellur betur inn í hópinn í skólanum. Kennarinn hennar er alveg yndisleg og Karólína er búin að bjóða henni í kaffi hingað heim. Hún er orðin læs á íslensku og hlakkar til að fá að læra heima á daginn, sem segir ansi margt um hvernig henni gengur.

Þær eru nú alltaf að prakkarast eitthvað og komu td. með frosk í nestisboxinu sínu í gær og gáfu mér, hehehehe. 

ágúst2009 178 

Stóru stelpurnar í hverfinu koma hérna við daglega til að fá að fara út með Maríu Ísól að labba, svo að henni leiðist sko aldeilis ekki. 

 

agust2009_036.jpg
 

 

agust2009_190.jpg

Sigurgrímur er búin að vera að vinna í Háskólanum í sumar við að gera vinnuaðstöðuna í skólanum betri. Hann var svo að fá vinnu sinni framlengt við að aðstoða fyrsta árs nemendur í vetur og kenna þeim til verka á vinnustofunni....... svo að núna er hann kennari við virtan háskóla í Danmörku , hohohohoho. En þetta er alveg slatta vinna, einir 6 tímar á viku. 

 


Datt í stiganum

Eins árs er erfiður aldur, líkamleg geta er svo langt umfram vitið . 

 

Í litla húsinu okkar er stigi ...... sem María Ísól má ekki fara í, rétt um hálftíma eftir umræðu um kaup á hliði fyrir stigann datt María litla.... Og í hálftíma á eftir var hún enn að segja frá...... 

 

 

 

 ....... 20 mínútum seinna datt hún í sundlaugina í öllum fötunum.

 

 


Myndbönd

Nokkur myndbönd frá sl. viku 

 

Eitt tekið í hádeginu í dag..... Elena Dís og Karólína (hefðarfrúin og álfaprinsessan) að spá í telauf ........ takið eftir svipnum á Karólínu... 

 

 

 

 

 

Sigurgrímur og María Ísól að tromma saman.Happy

 

 

Og svo María Ísól og Sigrún vinkona hennar að sulla úti í sólinni í sundlauginni sem við gáfum henni í afmælisgjöf.

 

 

 


Fyrsta afmælið

hennar Maríu Ísólar okkar 
 
IMG 0142 
 
Nú er fyrsta afmælið afstaðið, hellingur af gestum og allt gekk rosalega vel. Ljómandi gott veður (það átti að rigna) og nóg pláss fyrir alla.  
 
hér er smá afmælis-myndasyrpa.... 
 

IMG 0148IMG 0147IMG 0150ágúst2009 011ágúst2009 013
 
 
 
 
 
 
IMG 0139
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
ágúst2009 020ágúst2009 032ágúst2009 027ágúst2009 023ágúst2009 005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kvöldið endaði svo á pizzuveislu með vinkonunum góðu...Joyful 
 
 
 
ágúst2009 043
  Það er líka gaman að segja frá því að þegar Sella vinkona kemur í heimsókn með sína stelpur þá erum við 8 stelpur á móti einum.....  aumingja Sigurgrímur...... hann á ekki sjensLoL     
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Elena Dís og Karólína eru búnar að koma sér vel fyrir í herbergjunum sínum, það vantar aðeins gardínur og annað minniháttar skipulag hjá þeim. 
 
  Þær eru alsælar með herbergin sín, þar ráða þær sjálfar og nota sem griðastað frá okkur forelrunum.
 Annars er allt voða gott að frétta af þeim, þær eru búnar að finna sér nýjan leynistað þar sem þær búa uppi í tréog borða brómber.  
 
 
 
Karólínu herbergi...
 
ágúst2009 061ágúst2009 059ágúst2009 056
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og svo Elenu herbergi.....Joyful

ágúst2009 063ágúst2009 062ágúst2009 064 ágúst2009 066

Á sama tíma fyrir ári ......

Fæddist litla María Ísól.  

Mæðgurnar fysta daginn. Ágúst 2008 053Fyrsta mínútan

 

Bros í baði

 

 

Hún er ótrúlega geðgóður krakki ekki mikið vælandi eða grenjandi heldur alltaf brosandi og tekur svona 10 hláturköst á dag, en það heyrist í henni stúlkunni þar sem hún erfði raddbönd föður síns...  María Ísól syngur mikið og á sér óteljandi svipi. Henni finnst voða gaman að tromma á allt sem heyrist í, fikta í gítarnum hans pabba síns, leika með strumpa, kubba, sulla og auðvitað dúkkur sem nóg er af hér á stelpu heimilinu.  Hún er ofsalega dugleg a dunda sér við að skoða bækur og getur setið lengi við að leika sér. 

24 30 nóv 069jan 09 339

 

 María er ofsalega dugleg að tala og talar má segja stanslaust allan daginn. Og hlær auðvitað á eftir þegar  hún segir eitthvað fyndið. Verst er að það skilst ekki alveg allt sem hún segir litla greyið. Í fyrradag vorum við mæðgur að telja fingur uppi í rúmi þegar litla barnið gerði sér lítið til og taldi upp á 5 ........ pabbanum brá svo mikið að hann glaðvaknaði... 

júli2009 178

 

Systurnar eru rosa góðar við hana og það er tekin laaaangur tími í knús á morgnana áður en farið er í skólann. Hér vakna þær allar brosandi með hvorri annarri.  

Elena Dís, María Ísól, Karólína 

 

 

 

 

 

 

 

Elsku María Ísól til hamingju með daginn. InLove 

 

IMG 2221

 

Lítill sveppur
maríaísól 5vikna
april09 086DSC00141
img 7523
júli2009 071

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband