Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Loksins.....

er Elena mín komin, flutt í nýja húsið og komin með netið..... 

img 7621 

Mikið knús og mikill fögnuður braust út þegar að Elena loksins kom.  

 

Skólinn hjá stelpunum byrjaði í morgun, og þeim líkaði hann rosalega vel. Karólína eignaðist strax í vinkonu í bekknum sínum og Elena Dís vildi helst ekki fara heim. Karólína er strax kominn inn í bekkinn sinn en Elena Dís er í unglingadeildinni með 3 unglingsstrákum að læra dönsku..... móður sinni til mikillar hrellingar, henni fannst það æði..... sérstaklega að ganga um gangana í unglingadeildinni með stjörnur í augunum.... hún var komin í Higschool Musical fílinginn strax. Ég er að vona samt að hún verði ekki þarna mjög lengi. Undecided 

img 7650 img 7685

 img 7697

 

 

Það vill svo heppilega til að Sella á 3 stelpur 1 1/2 árs, 7 ára og 9 ára og býr hér ekki svo langt frá, svo að allar okkar stelpur eignuðust sitthvora vinkonuna.  

Það er búið að vera nóg að gera hjá þeim sem og okkur hinum að gera síðan við fluttum, þessi staður er alveg algert himnaríki fyrir krakka. Við endann á götunni er útivistarsvæði með tjörn sem er með fullt af fiski í og þar standa þær og veiða makríl með háfi og skúringafötu, í garðinum erum við með 23 fiska svamlandi um í gulum dótakassa sem stendur.

img 7670 

img 7684 

Ströndin hérna er víst sú besta á eyjunni og skóglendi allt í kring. Ávaxta tré á öðruhverju horni og maður freistast til að stela plómum úr næsta tré. Ýmis dýr skjóta upp kollinum reglulega, í garðinum okkar var ma. broddgöltur í göngutúr, kanínur skoppandi um hverfið, engisprettur í hverju herbergi þessa dagana, RISA drekafluga villtist hér inn í gær og svonaimg 7557 má lengi telja og ekki má gleyma svöluhreiðrinu og litlu ungunum í bílskýlinu okkar sem við tímum ekki að fjarlægja.img 7598

img 7591 

 

 

Veðrið er búið að vera frábært síðastliðna viku 25 - 30 stiga hiti alla daga og við öll að bakast upp. 

img 7604 

img 7553María Ísól verður eins árs í vikunni verið er að plana enn eitt prinsessupartíið.  Aumingja Sigurgrímur....hehe.

En já myndirnar tala sínu máli...  

 

 

 

img 7523 img 7537

 

 

 
 
Hér er svo María Ísól að gæða sér á jógúrti. Grin 

 

 


Sú sem ræður ríkjum

júli2009 119 
 
 
Hérna stendur María Ísól flesta daga og lætur hverfið vita hver ræður.  
 
Annars er veðrið að koma til  og við komumst LOKSINS á ströndina í dag.  Setti inn helling af myndum í "sumar" albúmið. Og svo heilan helling á feisbúkk Joyful
 
júli2009 180júli2009 178júli2009 161
 
júli2009 176 
Hún var sko ekkert hrædd við sjóinn litla daman og rauk af fullum ákafa út í og skemmti sér konunglega.
 
júli2009 128júli2009 126
 

Hér er voða tómlegt!

júli2009 048 

Við erum bara búin að vera bara 3 heima á meðan stóru stelpurnar okkar eru á Íslandi sem er oft voða gott, en mikið erum við farin að sakna þeirra.  Karólína kemur eftir viku og Elena Dís eftir tvær, við fáum líka húsið eftir viku svo að eftir svona 2-3 vikur verður vonandi allt komið á betra ról hjá okkur. 

 

mai2009 479mai2009 480
 
Fjörkálfana okkar vantar sárlega á þetta heimili .
 
júli2009 071

 

Ég skrapp til Flensburg í vikunni með Sellu ( Sellu úr Víðó Police ) það var voða skemmtilegt, ég er ekkert farið að ryðga í þýskunni... ó nei , nema hvað ég hitti dónalegustu konu í HEIMI þar og var að því komin að fara að segja við hana hversu dónalega mér fyndist hún vera, þegar ég fattaði ég kann ekkert að segja orðið "dóni" á þýsku.  Annars nýtist þýskan mér vel hérna, hér tala flestir Danir þýsku svo að ég get bjargað mér þannig. Konan á jobcenter var amk ánægð með það. 

 

Hér er búið að rigna nánast síðan við komum  svo að planið um að liggja alla daga á ströndinni er að fara um þúfur ...... Pinch annars erum við bara að fara að byrja að pakka niður .... aftur ... svo að við getum byrjað að taka upp úr kössum.  

 

júli2009 029
Er maður ekki sætur með sólgleraugu Cool 
 

 


Finally

 

IMG 7090
 

 

Jæja mikið að gera síðustu dagana á Íslandi, mikið að pakka og ganga frá endalausum endum. En þetta hafðist þó á endanum og við María Ísól erum komnar í baunalandið og komnar inn í danska kerfið.

 IMG 4843

Við ákváðum að halda veislu í tilefni þess að við erum loks að yfirgefa landið og marga hausa að kveðja og lítill tími. Elduð var íslensk kjötsúpa úr hrútnum hennar Elenu Dísar honum Arnari og öllum boðið í mat. Elena Dís og afi gerðu líka ljómandi góða kæfu úr slögunum, þá má segja að nú sé hann Arnar allur. Joyful 

KæfumeistararIMG 7054

 

IMG 7058

 

 

 

IMG 7060

 

 

 

 

IMG 7035

 

 

IMG 6983IMG 6986

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Lífið í Danmörku er bara voðalega rólegt og ljúft þessa dagana við erum bara með Ísólina hjá okkur og erum búin að vera í endalausum grillveislum síðan við komum. Svo kom Dagný hér við frá Óðinsvé okkur til mikillar gleði. Hún fór með okkur í Cowboybyen sem er nýja hverfið sem við erum að fara að flytja í að kíkja á litla húsið okkar.... vá hvað ég get ekki beðið eftir að fá það, við hittum tilvonandi nágrannana, virtust vera indælis fólk.

 María Ísól er orðin baunaspíra og fékk sinn fyrsta hjóla hjálm, (hann er pínu skakkur og vanstilltur á myndinni) hún tekur sig vel út í hjólavagninum og þykir ekki leiðinlegt. 

 

IMG 7073

 

IMG 7085IMG 7077 

mai2009 563mai2009 567

IMG 7095
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

mai2009 595  
 
En já, setti inn HELLING af myndum. Hér eru nokkrar af litla húsinu okkar. 
 
mai2009 585mai2009 582mai2009 577
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars ætla ég að fá að þakka öllum sem að ég þrælaði út í kringum flutningana kærlega fyrir hjálpina. (mamma, pabbi, Sindri, Bóbó, Elvar, Inga, Jóna, Fida og Jón fá sérstaklega stórt takk fyrir okkurSmile 
Nú er það bara að þræla bjórþömburunum hérna út og koma þessu dóti í hús. 
 
ÉG MINNI Á GESTABÓKINA OG COMMENTIN  Wink

Af Íslandi

Elena Dís og Jarpur 09Nú fer loks að líða að því að við kveðjum Íslandið góða. Búið að pakka meirihluta innbúsins niður (bara mitt herbergi eftir nánast - hjálpi mér) Elena Dís er farin til pabba síns, hún er búin að vera á 2 vikna hestanámskeiði og kláraði það fyrir helgi með glæsilegri hestasýningu. 

María Ísól er alveg byrjuð að ganga og getur varla hætt. Hún er búin að vera ótrúlega góð á meðan við erum að pakka, leikur sér bara og maður veit varla af henni....... það eina er að hún truflar mann bara því að það er svo erfitt að láta hana vera í friði mann lagnar svo í knús.

Karólína með litlu systur sínar 09

 

Karólína kom um daginn, við fengum að sækja hana upp á flugvöll og hafa hana í smá stund. 

Hér er hún voða montin með litlu systur sínar saman. 

sjálfsmyndóþekktarormurinn minn

 

Hjálpa við að pakkaRyksuga vel

Fyrstu skrefin

Það er nóg að gera hér á bæ eins og vanalega. Dagarnir okkar saman á Íslandi verða æ færri og ég viðurkenni það að maður er orðin pínu óþreyjufullur á að bíða. 

 

Júní2009 261Júní2009 258

 

mai2009 395

Við skelltum okkur á Geysi í gær, Elena Dís fór með vinkonum sínum úr fimleikunum og hetjunni henni Elínu upp í bústað og gisti eina nótt. Það fannst henni æðislega gaman. Ég fór svo og sótti slatta af hópnum í gær og á meðan fór María Ísól til ömmu sinnar á Selfoss í pössun. . Þar flettum við nokkrum myndum af ömmunni frá því hún er á aldur við Maríu og það er nokkuð ljóst hvaðan hún kemur þessi stúlka. 

María Ísól gerði sér lítið til og tók sín fyrstu skerf í heimsókninni hjá ömmu sinni. Hún kann að velja stað og stund litla daman. Rosa dugleg 4 skerf á stéttinni úti í garði hjá ömmu, og svo aftur þegar við komum að sækja hana. 


Í vikunni fórum við svo af gömlum sið á víkingahátíðina enn eitt árið.  Ég vil taka það fram að ég hef ekki misst af einni víkingahátíð frá upphafi. Og held enn sambandi við suma af þessum gömlu sem komu fyrst.  Þessi var vel heppnuð og vel mætt þrátt fyrir kreppu. Þeir voru ánægðir með mig skítugu karlarnir að við værum að fara að flytja til Danaveldis og buðu mér að koma á stóru loka hátíðina í Århus í lok júlí. 

 Við sjáum til hvernig það fer.

 

 

Júní2009 166Júní2009 170 


Trommað með Stubbonum

 Það er svo mikil tónlist í henni stelpunni.
 
 
 Já og mér er alveg sama þótt Tinki Winky sé hommi. Police Það er bara betra.
 

Þær liggja djúpt ræturnar

 

skjárinnÞað er ótrúlegt hversu sterk fjölskyldutengslin myndast snemma á æfinni. Litla María Ísól er rétt orðin 10 mánaða og hún er gjörsamlega yfir sig ástfangin af honum pabba sínum, þó svo að hún hitti hann sjaldan og og núna ekki hitt hann í tæpan mánuð. Þá birtir yfir litla andlitinu hennar í hvert skipti sem að hún sér mynd af honum, heyrir röddina hans eða talað um hann. Hún er búin að knúsa og kyssa myndina sína af þeim feðginum svo mikið að í gær braut hún loks myndarammann sinn.InLove

Hún skilur ekki af hverju pabbi getur ekki tekið hana í gegn um tölvuna þegar hún réttir honum hendurnar og það magn af slefi sem að tölvan inniheldur er ótrúlegt. Hún klappar tölvuskjánum og gerir alla sína fínustu stæla í beinni útsendingu fyrir kallinn.

Í dag tók hann upp gítarinn og spilaði fyrir hana frumsamda efni vikunnar á meðan litla krúttið sat dáleiddum augum fyrir framan tölvuna, þetta stóð yfir í tæpan klukkutíma og inn á milli dáleiðslunnar kom gífurlegt sprikl eitthvað í áttina að danssporum, slamm (já hún slammar), öskur og söngur af kæti. Þetta var hápunktur dagsins.

 skypepabba stelpa

 

 

 

í tölvunni

Elena Dís er líka mjög dugleg að tala við pabba sinn á skype og msn rétt eins og María Ísól - þótt hún skilji aðeins betur að það er ekki hægt að fara inn í tölvuna,  þá er söknuðurinn þar er einnig mikill.  En þau eiga sér líka sterkar rætur og brátt fer að líða að því að hún fái pabba sinn heim og geti eytt með honum sumrinu.

Já það er flókið fjölskyldulífið hér á bæ, hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir 15 árum. Ég þakka bara fyrir Skype og msn.

 

..............og þessa kalla sem þær eiga líka  Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband