Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
12.6.2009 | 09:30
Skemmtilegur sokkur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2009 | 03:16
Pjónaklúbburinn " DAUÐA MÚSIN"
Við mæðgur erum búnar að vera voða duglegar að prjóna undanfarna daga. Mamma framleiðir hverja peysuna á fætur annarri eins og vel smurð prjónavél, ég er enn að hnýta saman peysu á hann Sigurgrím í rólegheitunum og litli snillingurinn hún Elena Dís er að prjóna rauðann trefil á mömmu sína. Í dag kom upp sú hugmynd að við ættum bara að stofna prjónaklúbb..... jújú Elena Dís var ekki lengi að finna gott nafn á hann........ Prjónaklúbburinn DAUÐA MÚSIN!
Elena Dís er búin í skólanum og stóð sig súper vel að vanda, var hæst í stærðfræði í 2. bekk með 9,5 í einkunn. Fyrir vikið fékk hún að halda kveðju náttfatapartý fyrir bestu vinkonurnar.
Þvílíkt stuð: popp, nammi, snakk, pizza, gos, fullt af 7-9 ára stelpum, náttföt, leikrit, sængur, koddar og Shallow Hall. Þarf að segja meira?
Upp komst leyndur hæfileiki meðal hópsins...... þær geta troðið hnefanum upp í munninn á sér. Eins og alvöru dömur.
Annars fór Elena Dís upp í sveit með ömmu sinni og afa um síðustu helgi og við komum og sóttum hana ég María og "hin" amman og afinn. Rollan hennar hún Stjarna var að eignast tvo hrúta og svo fékk Elena að eiga eina gimbur aukalega líka því hrútarnir rata víst í sláturhúsið í haust. Við sem erum ekki enn búnar að borða Arnar frá því í fyrra.
María Ísól er alltaf að grallarast eitthvað , hún er alveg hrikalega fyndin og hefur ótrúlegan húmor. Það er hægt að kalla fram hina ýmsu svipi með pöntun hjá henni, flestir eru í þá áttina að hún snýr upp á nefið og sýnir allar tennur... hehehe ég get ekki hætt að hlæja þegar þessi svipur kemur.
31.5.2009 | 11:48
Nýtt bragð !
Það er gaman að bragða nýjan mat, eins og sveppasúpu........ ekki bragðið sem var verið að búast við, en vil samt meira.
(Komin betri gæði af myndbandinu en áður )
Síðan eitt frá því í vikunni. Allt í einu heyrðist ekkert...... það er ávísun upp á að eitthvað er verið að bralla.
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.6.2009 kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2009 | 20:34
Hann á afmæli í dag......
Hann Sigurgrímur minn.
Stelpurnar gáfu honum þennan líka rosa fína cowboy hatt í afmælisgjöf... völdu hann sjálfar og allt. Við héldum upp á daginn í síðustu viku þegar við vorum úti, og núna situr hann sveittur og lærir fyrir stærðfræði próf .
Og svo er það tilraunastarfsemi dagsins... verkefnið "Rugguhestur" og hvað maður gerir við svoleiðis hluti.
27.5.2009 | 22:44
Tvífarar dagsins
25.5.2009 | 12:45
Vondikallinn er alltaf hot :)
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.5.2009 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2009 | 09:20
Litla rófan
Það er eitt sem að kemur henni Krúttfríði Sigurgrímsdóttur alltaf í gott skap, og það er að standa sjálf. Og ef það er ekkert til að halda í, þá heldur maður bara í bumbuna sína. Hún er orðin ansi brött í þessum æfingum sínum stelpu rófan.
Við erum búna að vera að njóta veðurblíðunnar mæðgurnar á meðan Karólína og Sigurgrímur eru í skólanum, það er ekkert leiðinlegt í sólbaði.
Ég fór með stelpurnar að skoða Sönderborg Slot á uppstigningadag og mikið rooosalega skemmtu þær sér vel í prinsessu leik - í alvöru höll.
Svo fórum við í bæinn, skelltum okkur á ströndina keyptum okkur ís, kíktum á kallinn í skólann þar sem hann situr sveittur að undirbúa annarverkefnið sitt sem mér sýnist ganga súper vel, og svo að lokum fórum við á markaðinn hjá carnivalinu og keyptum cowboy hatt í afmælisgjöf handa gamla manninum sem verður 35 ára í næstu viku.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2009 | 22:57
Erum enn í baunalandinu.
Og ekkert á leiðinni heim á næstunni, hér er allt of gaman.
Englarnir okkar
Við erum á kafi í húsnæðisleit þessa dagana, og framlengdum dvölinni okkar dálítið. Það gengur svona upp og ofan að finna hús, vorum komin með fína 190 fm íbúð sem gekk svo ekki upp þegar allt kom til alls. En þetta lofar allt samt sem áður góðu. Við verðum komin með fínt hús eftir stutta stund.
Á miðvikudaginn opnar hérna Cirkus og Tívolí, við tókum smá forskot á sæluna við Elena Dís og fórum og skoðuðum pónyhestana og asnana - þó ekki fallega litríka pónyhestinn hana Karólínu og asnann hann Sigurgrím heldur rákumst við á alvöru dýr sem verða í "petzoo" ef maður má sletta svona.
Maí albúmið stækkar og stækkar..
Hér er myndavélinni beint að "mullet" fjölskyldunni á bakvið okkur, smart hehehe
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 10:09
Karólína 7 ára
Við héldum upp á afmælið hennar Karólínu í sólinni í gær. Grilluðum pylsur borðuðum prinsessukökur og bleikar muffins, það er sko ekkert mál að halda 17 manna veislu í 50 fermetrum. Bjóðum bara gestunum út í blíðuna, það eina var að kertin loga ekki svo glatt í sumargolunni. En það er allt í lagi þegar maður er mjög spenntur að bíða eftir kökunni sinni.
Dagurinn heppnaðist mjög vel, svo fóru allir afmælisgestir í leikinn "finnum skóna hennar Karólínu" hehe því þær skotturnar þessar ljóshærðu í gulu kjólunum voru með vesen og þurftu endilega að skipta um skó í miðju afmæli og á endanum tíndust spariskórnir hennar Karólínu.
Ísólin litla vaknaði svo sólbrún í vöngum og með HÂR á höfðinu, móður sinni til mikillar hamingju. Ég get svo svarið það að það glitti í smá flóka á skallanum á henni ..... mjög snemma í morgun.
Læt fylgja með myndir af deginum sólríka.
Svo eru fleiri myndir Hér meðal annars af kallinum með maskara og fínerí,,,muha.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2009 | 08:05
Nýtt númer
Myndarlegi maðurinn minn hann Sigurgrímur er að módelast niðri í bæ í einhverri myndartöku..... úúúú það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Hann er ekki bar útlitið heldur mörgum kostum gæddur. Ekki nóg með að það hafi verið búið að bóna höllina og gera allt glansandi fínt, búa um nokkur auka rúm, kaupa mjúkan WC pappír og fylla ísskápinn og gera allt tilbúið fyrir litla kvennabúrið sitt. Heldur beið líka eftir mér danskt símanúmer (og nýr sími) í stíl við nýja númerið hans Sigurgríms.
Nú erum við parið með eins símanúmer...... spurning um að fá sér flíspeysur í stíl.
Þetta er bakgarðurinn, séð af svölunum. Þarna einhverstaðar á bakvið tré númer 47 er leynistaðurinn góði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar