Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sól sól sól

img 5907 

img 5929

 

Þá erum við mæðgur allar komnar í sólina. Það er búið að vera rosalega gott veður síðan við komum, Elena Dís og Karólína hafa varla sést inni. Þær fundu sér "leyni stað" sem er víst draumi líkastur - líðið rjóður með risastóru klifurtré og litlum trjádrumbum sem þær hverfa inn í heim ævintýranna.  Við skelltum okkur niður á strönd í gær og fundum falin rosa fínann yfirgefin íþrótta leikvang þar sem við lágum og sleiktum sólina.

img 5868

 

img 5921

 

 

Annars lentum við í þessu fína ævintýri líka þegar til landsins kom.  Ferðin gekk ótrúlega vel, stelpurnar eins og draumur nema hvað að við náðum ekki lestinni til Sönderborgar...... Svo ég var föst í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöldi kl að ganga 11 með 2 dauðþreytta krakka og farangur á við heilt sígaunaþorp. En við gerðum bara gott úr þessu og skelltum okkur á næsta hótel og fórum í prinsessu leik.

img 5793

 Elena Dís gjörsamlega missti sig þegar við gengum inn í herbergið, því fallegri stað hefur hún ekki komið inn á "hárþurrka í skúffuni, strauborð í skápnum, stærsta rúm í heimi og  meira að segja klósettpappírinn var með uppábroti" Eftir langan dag skelltu stelpurnar sér að prinsessu stíl í freyði bað á hótelherberginu fína og bað-hettan auðvitað notuð og þessir fínu bað-inniskór líka. InLove 

 

img 5822img 5800

Bessi afi gaf Elenu Dís pening áður en við lögðum afstað og honum var eytt í Build a Bear búðinni í Kaupmannahöfn, og fjárfest í bleika bangsanum Eygló. Þetta er skemmtileg búð, krakkarnir fá að búa til sinn eigin bangsa, fylla hann, setja í hann hjarta óskir knús og margt fleira, enda svo á að finna á hann föt. 

 

Ég setti inn helling af myndum í albúm merkt Maí Danmörk.  

 Og svo eitt myndband í lokin af áhugamanneskju um ryksugur.. 

 


Sokkaskrímslið krúttulega

Hehehe gat ekki annað en reynt að festa þetta á filmu.... 

Elena Dís að taka sokkaflóð heimilisins í gegn og litla sokkaskrímslið að trufla. Bandit

  

 Ena að öðru..... við erum á leð til Danmerkur allar saman til að halda upp á afmæli Karólínu og Sigurgríms og fá okkur smá knús.InLove 

 


Fimleikastjarnan

Eins og áður hefur verið sagt, þá eru vorin uppskeruhátíðin eftir strit vetrarins.
 
apríl 09 368
 
Og 2 fimleikamót að baki, Innanfélagsmót Keflavíkur á laugardaginn var og Ponsumótið á þriðjudaginn. Elenu Dís gekk mjög vel á félagsmótinu og landaði svo gullinu á Ponsumótinu og hópurinn hennar fékk þennan líka flotta bikar. Ég held að óhætt sé að segja að þessi æfing hennar á tvíslánni hafi rakað saman ansi mörgum stigum fyrir hópinn hennar á þriðjudaginn Cool þótt hinar hafi ekki verið síðri. Þetta var verðskuldaður sigur... og honum vel hampað.

 
Við missum því miður af næsta móti Mínervumótinu því við verðum komnar til Danmerkur þegar það verður....
En það er ekki allt hægt. Við ætlum að skoða filmeikafélagið í Sönderborg í staðin, Fimleikafélagið Viðar. Hahaha
 
Hér eru svo nokkrar myndir af fimleikastjörnunni.
apríl 09 325apríl 09 379apríl 09 374
 
 

Tásur

 

apríl 09 278

 

 

apríl 09 288

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimleikafærsla væntanleg.  


Mont

Þar sem þetta blogg er montblogg kemur hér smá mont. Happy

Elena Dís var í íslensku prófi í morgun sem sett var fyrir 3. bekk (og þá vil ég taka það fram að hún er í 2. bekk OG fædd í nóvember), og viti menn hún brilleraði enn eina ferðina með 9,8 í einkunn.Joyful mont, mont, mont.

apríl 09 202pæja 

 Duglega stelpan mín.


Vorið komið

april09 029 

mars09 021mars09 019mars09 048

Nú eru páskarnir liðnir og farið að vora. María hefur voða gaman að því að fara út á róló og skoða heiminn.

 

 

 

 

 

Elena Dís og Lovísa vinkona hennar eru úti núna að jarða gullfiskinn Nemó. Hann var hakkaður í spað greyið. Við erum svo á leiðinni í Háskólabíó á Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listdansskóla Íslands að sjá Þyrnirós eftir Tsjajkovskíj, við vorum svo sniðugar að gefa ömmu miða og félagsskap í afmælisgjöf. 
Við fórum nefnilega um daginn að sjá Pétur og úlfinn með báðum ömmunum og það var voða gaman.  

 

mars09 149mars09 148
 
 
 María Ísól er ótrúlega dugleg, hún fór í 8 mánaða skoðun um daginn og hjúkkurnar áttu varla til orð yfir hvað hún er skýr. Hún er komin með svo mörg orð  álíka mikið og hún sé eins árs.  
 
Við erum að undirbúa okkur fyrir flutninginn  (eða ættum að vera að gera það) ég er svona hægt og rólega að losa skápana.
 
april09 055
Næstu helgi er svo mót í fimleikunum hjá Elenu Dís og opin dagur hér á kampus, kynning á náminu aðstaðan og íbúðir til sýnis...... við verðum með heitt á könnunni eftir kl 2. Wink
 
 
 
Óþekktarormurinn sem á að fara að sofa.

Egó púst :)

 Fór í myndatöku um daginn, hér er útkoman. Cool

Gibson

 


Shake it...

Smá fréttir af okkur hér á Miðnesheiðinni.

 

María Ísól er orðin 7 1/2 mánaða skriðdreki sem lætur ekkert stoppa sig. Hún er komin með 6 tennur sem komu í ljós á sama tíma og pabbi hennar var hérna heima um daginn. Og ég er ekki frá því að hann hafi klínt á hana einhverjum svip sem fer ekki af. Hún líkist kallinum meira með hverjum deginum sem líður(eða hverri tönninni)........ var ss tannlaus lík mér........ og með tennur lík Sigurgrími........ Eins og ég sé ekki með tennur!

 apríl 09 255

Hún er rosalega dugleg að tala og komin með HELLING af orðum meðal annars: mamma, pabba, afa, dudda, DATT(og allt dettur), bað og síðast en ekki síst WAWA sem þýðir auðvitað Elena. 

 apríl 09 184


Hún skríður rosalega hratt og var komin af stað 6 mánaða. Núna stendur hún upp við hvert tækifæri og tók meira að segja syrpu í beinni útsendingu til Danmerkur um daginn fyrir pabbann sinn,  þar sem hún kom á sprettinum, stóð upp við sófann, sneri sér við greip í borðið og labbaði meðfram því. Og þá var ekki aftur snúið.  Ég er sveitt alla daga á eftir þessum litla ákveðna óvita sem getur allt of mikið miðað við stærð og heldur að hún geti mikið meira. Hún hikar ekki við að sleppa sér, með mismunandi útkomum. 

 apríl 09 243

apríl 09 026

 

  

 

Elena Dís er að standa sig eins og hetja eins og vanalega. Hún brillerar í fimleikunum, hópnum hennar var boðið að fara að æfa með Ármanni í fyrramálið. Svo voru tónleikar hjá tónlistarskólanum um daginn í Íþróttahúsinu í Njarðvík, þar fengu æfingar veturins á blokkflautu vel að njóta sín. Og eyrun á mér fengu loksins hvíld. hehe. En tónlistin er eitthvað sem hún elskar, og við stefnum í að koma skottunni í tónlistarnám á næsta ári , hún er búin að sanna það að æfingin skapar meistarann og er vægast sagt mjög dugleg að æfa sig heima. 

 

 

Ninjurnar komu í mat um helgina allar nema ein í sínu fínasta pússi og við borðuðum góðan mat og skáluðum. Smá snemmbúin kveðju "matur" partí fyrir hópinn víst Solla mín var á landinu. Nýjasti meðlimurinn hann Matthías Logi mætti líka píínu ponsu lítill, algjört krútt og svaf eins og engill. 

 

apríl 09 104apríl 09Ninja

 

  Myndavélin svolítið skökk svo að ég er bara hálf inni á myndinni hehe,,  en bara myndavélin sko.... ekki myndatökumaðurinn.Whistling

 

Og svo í lokin kom þessi mjólkurhristingur frá litla krúttinu í hádeginu í dag..... hehe....
Shake it like a poloroid picture!  
 
Ok ég veit, ég hljóma eins og ég sé á lyfjum, en þetta er geggjað fyndið. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband