Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
31.3.2009 | 00:57
Þetta er enn
uppáhaldið mitt
25.3.2009 | 12:08
Meira weirdness..
Mynd:Kristinn Magnússon
Weirdgirls sýning á Episode 7 verður á Kaffi Cultúra á föstudaginn kl 9. Endilega allir að mæta...
Annars aðrar fréttir af okkur furðufuglum. Það er einhver barna sprengja í gangi hjá Skrítnum stelpum, á þessum 2 árum síðan að hópurinn var stofnaður hafa fæðst hvorki meira né minna en 10 börn og það sem meira er.... ALLT STELPUR ( frekar skrítnar væntanlega).
Og 4 á leiðinni, vonandi stelpur líka.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2009 | 22:54
Myndasmiður læðist
Reglulega í gegnum síðastliðin 3-4 ár hefur Elena Dís stolist í myndavélina mína / símann minn í mörgum tilfellum og smellt af oft að mér óvitandi. Þessum myndum hef ég haldi til hliðar því þetta er skemmtilegt sjónarhorn á lífið. Annars voru ansi margar af mér sofandi og nærmyndir af rassinum á mér sem að voru ritskoðaðar og fengu ekki að fljóta með
Ég er búin að setja nokkrar inn í albúm hér merkt Elenu.
Hér er smá sýnishorn.
17.3.2009 | 14:45
Sjaldséðir hvítir hrafnar ......
Víst þetta er til á stafrænu formi þá vil ég endilega posta þessu....
Mikið tek ég mig vel út við ryksuguna
17.3.2009 | 14:12
Komin og farin
Alltaf gott að fá pabbann í heimsókn. Það minnir mann á hvað það er í raun stutt í að við flytjum... ooooh hvað það verður gaman. Og jú..... vínrauði sófinn fer með ásamt öllum hinum stelpu húsgögnunum - 4 stelpur einn strákur ...... það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar.
Þessir fáu dagar voru vel nýttir, heimsóknir, fjölskylduboð og meira að segja skellt sér á árshátíð í skólanum þar sem við Sigurgrímur unnum bæði í happdrættinu... Flugtíma og Subway..... Jeij.... flug til Danmerkur er víst ekki í boði en ég gæti lært að bjarga hrapandi flugvél ef svo ólíklega kemur til þess.
María Ísól skríður um allt og stendur upp við hvert tækifæri, tönnslurnar orðnar 5 og hún er byrjuð að kúka í koppinn og allt. Heheh ( smart að setja það á netið ) Hún var himinlifandi að hitta pabba sinn og stóru systur og greinilega ekkert búin að gleyma neinu frekar en síðast.
Fleiri myndir í albúmi til hliðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 10:19
Myndataka
Skelltum okkur niður í Studio Ljósop með Sindra og félögum í gærkvöldi, nokkrar myndir komnar og fleiri á leiðinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 17:07
Skíðasnillingur
Elena Dís fór á skíði í fyrsta sinn með Bessa afa um helgina í góða verinu. Hún átti nú ekki í vandræðum með skíðakúnstina stelpan og fór strax í diskalyftuna. Ekki nóg með að hafa lært á skíði heldur lærði hún að blístra með tveimur fingrum líka.
Á meðan Elena Dís og afi voru í fjallinu vorum við sjúklingarnir bara heima, amma fótbrotin og við María Ísól með bullandi kvef, María greyið er líka með barkabólgu svo það heyrist voða lítið í henni litla skinninu.
Tennurnar eru enn að losna úr Dísinni en vilja ekki fara, einhver sagði henni að ef að maður fiktar mikið og juggar stanslaust detta þær fyrr úr. Eins og sést þá er mikið fiktað... alveg stanslaust líka í svefni.
Svo koma hér nokkrar auka myndir af okkur frænkunum á ættarmótinu um daginn með litlu börnin okkar, nema að Jennýjar stelpa er ekki komin í heiminn þarna.
Og frá heimsókn til afa gamla um daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.3.2009 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 00:37
Í þessum fimbulkulda
Hækkar sólin og norðurljósin hlýja manni um hjartað
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 00:37
Myndaflóð
Frábær afmælisdagur gengin yfir, og kellan orðin 30+ ómæ!!
Ég fékk hin langþráða EMAMI kjól í afmælisgjöf sweeet!!
Við erum svo dramatískar hér á heimilinu, Elena Dís 7 ára á Hrekkjavökunni, María Ísól hálfsárs á Valentínusardaginn og ég svo 31 á Öskudaginn. Nokkrar myndir af deginum góða...
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.3.2009 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar