Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Tónlistarkona

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni LoL

 


Orðin hálfs.....

jan 09 339

Þá er hún orðin hálfsárs litla skottan okkar. Hún er þrátt fyrir ungan aldur ótrúlega dugleg.... fyrsta orðið er komið, klassíska orðið "datt" og hún segir "æ, datt" í sí og æ - eða svona þegar henni hentar frekar..Heart

Hún er svona 98% búin að læra að skríða, komin á 4 fattar bara ekki að færa báðar hendurnar, heheh og hleypur um í göngugrindinni sinni og rífur og tætir. Lífið er ótrúlega skemmtilegt hjá henni og hlátursköstin koma yfir nokkrum sinnum á dag.

  

 Við fórum og fylgdumst með fimleikaæfingu hjá Elenu Dís í dag, María Ísól skemmti sér ótrúlega vel að horfa á alla krakkana hlaupa og hoppa allt í kring um hana og það skríkti í henni .....en mikið rosalega er hún orðin góð, hún gerir flykk og svo kraftstökk beint í heljar.... ef þið skiljið hvað ég meina .... Elena er líka komin með titilinn Aðstoðar forstjóri heimilishalds, Assistant mamma. Og nýtur sín best þegar mamman skreppur í sturtu og notar tækifærið og skiptir á kúkableyjum og reynir að svæfa litlu systur... hún er lygilega flott hjá henni útkoman við þessa tilrauna starfsemi sína án afskiptar mömmunnar. 

 Við erum svo að byrja undirbúa flutning til Danaveldis í vor og leitum lifandi ljósi að húsi í réttri stærð sem rúmar okkur öll (annars er Sigurgrímur að standa sig prýðis vel í þeim efnum). Það er mikilvægt að allir fá sér herbergi eða amk Elena Dís og Karólína (og helst Sigurgrímur líka fyrir sitt "undurfagra" tónlistar og tölvu dót sem ég vill ekki hafa í stofunni minni einhverra hluta vegna). En þau eru falleg húsin í Sonderborg, voða rómantísk og krúttleg og ég er til í þau flest öll. Joyful

Við æfum okkur alla daga í dönskunni hérna heima. Elena Dís er komin með kennslubók í dönsku og horfir nú á allar teiknimyndir með dönsku tali ... litla dúllan mín, hún er voða spennt. Ehemm.... Ég er nú ekki sú liprasta í tungumálinu en kom sjálfri mér á óvart um daginn hvað ég skil mikið, miðað við að síðasti dönskutími var fyrir 14 árum (og ég er fullviss um að ég var ekki að fylgjast vel með í þeim tímum). En ég hef ekki miklar áhyggjur af því, tungumál vefjast nú ekki svo mikið fyrir mér, svo er ég  að byrja aftur í dönsku núna bráðlega í skólanum.  Ég ætti að verða orðin góð um áramót.  

 

En  smá upprifjun frá því í fyrra.... kemur mér allaf til að brosa Smile

  


Frábært hjá honum

Enda líka snillingur..... hann er alveg yndislegur.

1336_by_nico_muhly  

 

En svona af því ég er komin inn á mbl.is...

Stjörnuspáin mín í dag...

 

Fiskar

Fiskar: Eitthvað sem fiskurinn þráir virkilega verður að veruleika. Athygli þín beinist að heimili og fjölskyldu og það verður gaman hjá þér.

 Ætli við finnum hús í dag?... Joyful


mbl.is Nico Muhly með tónlistina í The Reader
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnar í snjóinn

lítil í flugvél

 

í fríhöfninni

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við komnar heim í snjóinn. Ferðin heim gekk vel hún var eins og hugur manns stelpu rófan á leiðinni. Við stoppuðum í Köben á leiðinni heim kíktum aðeins á Strikið og svona.  

 

Mikið voðalega var gott að koma til hennar Elenu Dísar, hún stoppaði nú ekki lengi heima samt, er farin aftur upp í sveit á hestanámskeið. Hún er orðin voðalega dugleg á hestbaki á henni Slaufu sinni(sem amma á) komin með sinn eigin hjálm og í nýjum reiðstígvélum og reiðbuxum  með allar græjur.

 

Elena á slaufu jan09

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er eu svo María Ísól og Bogey að leika sér.....  

 

María Ísól og Bogey að leika jan 09María Ísól og Borgey jan 09

 


Mikið voðalega er gaman að versla.....

fínir skór

... er búin að kaupa smá skó, enda líka farið að stórsjá á skónum mínum eftir alla þessa göngu hérna, hælarnir spænast upp, og já ég fer allt á hælum - ég hef ekkert að fara sem ég kemst ekki á hælum.... og hana nú. Annars eiga strákarnir sem montna sig alla daga á að fara um allt á sínu eigin afli í mestu vandræðum með að halda í við mig. Hehe þar kemur aldur og "óform" sterkt inn..Karólína er orðin aðeins betri af flensunni, Sigurgrímur frekar lélegur, flensa í öllum húsum og María Ísól með hor svo að við höfum nú ekki farið mikið út á meðal fólks meðan við erum hér. En við höfum það nú samt voða kósí og ákaflega notalegt hérna, ég er bara að vona að litla María smitist ekki og verði ekki lasin í fluginu á leiðinni heim..

 

 

 

Ég þikist vera eitthvað að læra er ekki nógu dugleg... þjáist af athygglisbrest, allt í einu fæ ég kick út úr því að fara að laga til og pússa hluti í stað þess að læra.  Ekki nógu gott. 

jan09 052Copy of jan09 061jan09 022jan09 011Copy of jan09 006

 


Bad hair-day í orðsins fyllstu...

jan09 020

 

Minn stærsti óvinur í útlöndum er hárið á mér. Það virðist vera ógerlegt að ná því eðlilegu og múnderingarnar sem ég vakna með á morgnana eru "töff" eins og svo margt annað.... eða ekki.

Ekki nóg með að vakna svona eins og hænurass upp í vindinn - heldur var vatnslaust þennan dag til kl 14:00 .... CRAP!   

Sjá myndband..... hehe, hér er ég að setja inn sjálfviljug myndskeið af mér nývaknaðri á netið, uss.... 

 

 

 Við erum búin að vera mikið heima, Karólína er búin að vera lasin greyið en ég slapp út í dag og eyddi hellings pening á útsölunni í HM. Woha!!!Heart Elena mín á von á góðu í þetta skiptið.InLove 

 

 Maríu Ísól er að fara ótrúlega fram í tilfærslum sl daga og er hún komin uppá 4 fætur núna og við það að komast á skrið, hún gerir bara armbeygjur á tánum inn á milli. Ótrúlegur kraftur í henni stelpu rófunni. 

jan09 053jan09 052jan09 032jan09 045

 

 

 

 

 Danmerkur albúmið stækkar og stækkar.


Komnar til DK

MAría dk 5mán

Við mæðgur erum loksins komnar til Danmerkur. Ferðin gekk ótrúlega vel og litla krúttið var að njóta sín í botn á leiðinni. Hún bara brosti og hló alla leiðina og fór ekki einu sinni að gráta... algjör draumur í dós. Fluffurnar fengu hana meira að segja lánaða til að fara montferð um vélina. Það þarf ekki að taka það fram hversu ánægð hún var að hitta pabba sinn aftur, þið rétt getið ímyndað ykkur brosið, á báða vegu. InLove

með steplurnar

 

 

Hér er ískalt miðað við Ísland og ég mæli ekki með að pakka niður með svefngalsa, því einhvernvegin tókst mér að pakka helling og nóg af öllu  ma. 4 hlýraboli en enga hlýja peysu. Pinch

 

 

 


Lífið heldur áfram

Þegar mikið er að gera gleymir maður oft að setjast niður og blogga, en smá update.......

 

TannlausFyrst og fremst...... Elena Dís missti sína fyrstu tönn eftir margra ára bið, þetta var stórmerkileg stund og henni verður seint gleymt. Tönninni var troðið strax undir koddann í von um að fá 100 kall í tannfé frá Tannálfinum (sem kom víst ekki til lífs fyrr er um 1985 og engin hafði frétt áður að slík skeppna væri til). Tannálfurinn eldist greinilega hratt því þegar hann var að koma 100 kallinum fyrir, fann hann ekki tönnina og krakkinn vaknaði, HIMINLIFANDI yfir að hafa fengið bæði peninginn og fengið að halda tönninni AKKÚRAT ÞEGAR MAMMA VAR AÐ KYSSA HANA GÓÐA NÓTT... FootinMouth 

María Ísól er orðin 5 mánaða og farin að sitja og skríða afturábak, veltir sér þangað sem hana langar og hefur ægilegan háfaða. Hún er eins og áður voða dugleg og glaðlynd alltaf. 

Elena Dís er svo komin upp á næsta stig í fimleikunum og farin að gera flikkflakk hjálparlaust..... 2tennur MÍS 5 mán ehemm -  hjálpi mér, ég fæ hjartaáfall!!! W00t

Ég er byrjuð á fullu í skólanum og er að taka mikið meira en upphaflega var ætlunin, svo mig vantar núna nokkra klukkutíma í sólarhringinn, ef einhver á svoleiðis þá væru þeir vel þegnir.... ekkert meira barneignar "frí" hér á þessu heimili.......

Sigurgrímur og Karólína eru farin aftur til Danmerkur og við María Ísól erum á leiðinni út að fara að heimsækja þau. Það verður æðislega gaman að hitta kallinn aftur og fá ærlegt knús frá stóru systur. Á meðan verður Elena Dís heima með Ásgeiri. Það verður bara voða kósí hjá þeim feðginunum hérna heima og þau geta notið þess að vera bara 2 saman áður en hann fer aftur til Kína .  

 


Svona 90' fílingur

Það er einhver 90 púki í mér þessa dagana....... enn eina ferðina. Ég var að skanna inn gamlar myndir í tölvuna mína. Setti þær í albúm "gamlar myndir"og er með Guns N' Roses og Poison í botni.
 
Copy (2) of MM 1994 bonni 5 
Hér er ég td. betur þekkt sem TinnaCool.
 
 
Ég er búin að setja inn gestabók,, svo nú er hægt að hætta að skamma mig fyrir það. 
Þið verðið þá að kvitta.
 
Copy of MM 1994 bonni 4Copy (3) of MM 1994 bonni 4Copy (2) of MM 1994 bonni 4MM1992 bonni 1

Evil svipurinn

Var að finna þessa mynd......

Við ÖrvarOkt08 2853


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband