Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.1.2009 | 11:11
Kveðja
Þá eru að baki eftirminnileg jól. Það hefur mikið gerst á stuttum tíma, stórar ákvarðanir teknar, mikil gleði og mikil sorg. Hann Indriði vinur okkar kvaddi þennan heim á aðfangadag og var svo jarðsungin í gær á síðasta degi jóla eftir stutta baráttu við krabbamein.
Furðulegt hvernig lífið tekur krappar beygjur snögglega og allt í einu er þetta búið. Það er ekki nema ár síðan hann var með munnangur og svo nú er hann bara farin. Fær mann til að hugsa sig tvisvar um og meta lífið betur enn eina ferðina. Mér finnst svo stutt síðan Guðni Már fór en hann tilheyrði einnig sama vinahóp. En svona er víst lífið, maður verður að kveðja þennan heim einhvertímann.....
Skrítið hvernig þetta raðast niður, nú hef ég fylgt fleiri ungum vinum og kunningjum til grafar en öldruðum ættingjum. Kannski er það af því að "gamla" fólkið í minni fjölskyldu er svo ungt að það er engin á leiðinni neitt eða að þetta sé ólukka minnar kynslóðar. Að jarða vini sína og kunningja að meðaltali annaðhvert ár frá 17 ára aldri er ekki eftirsóknarvert. Það þroskar þó sálina og gefur lífinu meira gildi.
Indriði var einn af þessum "gömlu" traustu vinum sem við héngum heima hjá svo tímunum skipti og hlustað á LIVE og Pearl Jam þegar við vorum unglingar. Gamlir vinir eru þeir dýrmætustu sem maður á, því þar liggur svo margt að baki. Ég rak upp sór augu þegar ég kom heim til hans í fyrsta skipti því að húsgögnin og skraut munirnir voru þeir sömu og heima hjá mér, það kom svo í ljós að mamma mín og pabbi hans hefðu verið að fljúga saman og þróað með sér svipaðan smekk á innanstroks munum. Hann tilkynnti mér að Díana prinsessa væri látin og sat við hliðina á mér þegar eyrað af Hollyfield var bitið af. Og við vinkonurnar komum ekkert síður til að spjalla við Lailu mömmu hanns Indriða en strákana. Það er ótrúlegt með þessa vini hvað þeir hafa haldið alltaf vel saman og 94" þegar Berglind vinkona byrjar með Atla sínum fékk hún ekki bara einn kall heldur 3, Begga og Inda líka. Ekki slæmur pakki þar. Þau hafa staðið saman eins og klettar í gegnum súrt og sætt og þurft á stuðningi hvors annars að halda í gegn um tíðina.
Berglind samdi þessi ljóð um hann Inda sem ég ætla að fá að birta hérna, því ekki var hægt að birta þau með minningargreininni í Morgunblaðinu.
Sakna þín:
Þegar lífið frá manni tekur,
góðan vin, er spurt hver er sekur?
svarið, það aldrei kemur,
háð er barátta enn fremur.
Ég mun ávallt sakna þín,
en ánægjan var öll mín.
Að fá að vera vinur þinn,
heiðurinn var allur minn.
Þú kveður:
Það er þögn ekkert heyrist,
nema hjartað berst um í brjósti mér,
tárin falla niður,
þú kveður,
alltof fljótt.
Það er logn og ekkert bærist,
nema hjartað að brotna í brjósti mér,
Tárin hrynja niður,
þú kveður,
alltof alltof fljótt.
þú varst þreyttur og fékkst að sofna.
Góða ferð og góða nótt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2009 | 02:35
Gleðilegt ár gott fólk!
Þá er 2008 loksins lokið og 2009 tekið við. Margt hefur gerst á þessu ári og má vel segja að þetta hafi verið bæði eitt það erfiðasta og ánægjulegasta ár sem ég man eftir. En koma Maríu Ísólar í þennan heim stendur tvímælalaust upp úr enda mikill gleðigjafi hér á ferð. Og held ég að allir geti tekið undir með mér.
Það besta við áramót er að einum kafla í lífinu líkur og annar skemmtilegri og meira spennandi tekur við.
Við erum mikið búin að vera bara 3 heima og hafa það kósí og notalegt hérna ég, Sigurgrímur og María Ísól á meðan Karólína er búin að vera hjá mömmu sinni og Elena Dís hjá pabba sínum í jólafríinu. En þeir dagar sem við erum öll hérna saman eru auðvitað langskemmtilegastir ansi fjörugir og mikið leikið. Örvar bróðir er líka búin að vera í bænum með öll sín börn yfir áramótin og var þetta í fyrstaskiptið í langann tíma sem að öllum hópnum var smalað saman.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 05:05
Ef þetta væri raunin....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2008 | 04:34
Jólin
Mikið að gerast, mikið að jólast, mikið af myndum.
Sigurgrímur og Karólína eru komin heim yfir jólin og við höfum það bara voða kósí.
14.12.2008 | 03:54
Nú styttist ....
.. í jólin og ekki nóg með það heldur heimkomu feðranna líka.......... það verður ss meira en nóg að gera hjá mér um jólin. Það er svona, annaðhvort allt eða ekkert.
María Ísól er lasin litla skinnið í fyrsta sinn og ég veit ekki hvor er aumari hún með hita, hor og tár eða ég að horfa á hana og vorkenna henni. En hún lætur það svo sem ekkert slá sig út af laginu og skelli hlær og spriklar eins og vanalega. Hún er hörkutól litla skottið og er búin að fatta það að ef hún er í göngugrindinni sinni þá kemst hún þangað sem hún vil og stendur eins og hinir..... og það er ekki leiðinlegt.
Svona lítur María Ísól út lasin.... hehe litla kúttubollan
Jólasveinarnir eru byrjaðir að leggja leið sína hingað á Miðnesheiði og eru vel fóðraðir af smákökum og mjólk af Elenu Dís, þeir eru vægast sagt hrekkjóttir í ár og er ég iðulega vakin upp kl 4-5 á nóttunni til að fá jólasveinafréttir. Mér til mikillar gremju því að litla múslan sofnar ekki fyrr en milli kl 3 og 4 á nóttunni. Geisp!!
En jólasveinar eru víst næturdýr og jólastelpur greinilega líka.
Jámm hér verður allt fullt af jólasveinum þessi jól.........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2008 | 22:51
Jóólaaaaa, jólajóla,,,,, jólaaa....
Þessi auglýsing syngur í hausnum á mér stanslaust alla daga........... er að verða crazy.. eða frekar þeir sem umgangast mig. Jóólaaa jólajóla......
Við erum ss bara að jólast mæðgurnar þessa dagana, ég er svona næstum búin með jólagjafainnkaupin í ár, ótrúlega snemma í þessu öllu. Sem er eins gott því núna eru bara allir dagar framm að jólum að verða upp bókaðir, þetta er nú meira prógrammið í desember. Við Elena erum að undirbúa fimleikasýninguna næstu helgi, vorum að gera drekann og svona í dag - eða komnar vel á veg með það meistarastykki. Hún vara að keppa í Ármannsheimilinu þar síðustu helgi og stóð sig eins og hetja, gat allar æfingarnar á slá og tvíslánni og gerði þær vel - ég þarf ekki að minnast á gólfæfingarnar
María Ísól syngur bara og syngur, aðeins verið að prufa þessi fínu raddbönd sem hún er með - svona rétt á meðan hún frussar ekki. Hún er komin með 2 tennur og bítur þann sem stingur fingrunum upp í hana eða kemur með hendur nálægt munninum á henni eða bara þann sem hún nær í. Henni finnst amk. gaman að Jóla jólajóla...Jóólaaa-jólajól. Og skellihlær þegar það er sungið fyrir hana. Annars er alltaf stutt í hláturinn hjá henni - hún er ótrúlega glaðlint barn.
Og svona til að uppfæra ykkur í útlegðinni þá er Jóólaa... jólajóla .....
Þessi færsla var í boði Vodafone
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.12.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.12.2008 | 21:57
Hafmeyjumyndbandið
Jæja þá er myndbandið við "Heard It All Before" til.
Þetta verkfall mitt stóð nú ekki lengi yfir, hehe. Safnaði 180 undirskriftum eða........ 3
30.11.2008 | 01:01
Verkfall
Ég er í bloggverkfalli.
Skrifa ekki staf fyrr en ég er komin með amk 180 athugasemdir . Er hætt að taka við commentum á msn.
Hingað líta við að meðaltali 20 á dag og enginn kvittar fyrir sig.........hvað er þetta.
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.12.2008 kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.11.2008 | 22:22
Littlewoods auglýsingin
Littlewoods auglýsingin er komin út.
Hér er linkur yfir á síðuna þeirra: Littlewoodsdirect.com
Og hér er "behind the scenes" myndband.
Og hér er svo auglýsingin sjálf.
Í þetta fór 2 daga upptaka, hehe. En hún er þó sýnileg og þekkjanleg þarna. Mér sýnist flestir hinir krakkarnir hafi verið klipptir út, svekkjandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.11.2008 kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 01:28
Litli snillingur.. hún gat það!
Litla Ísólin velti sér yfir á magann í fyrsta skipti í dag. Það eru ótrúleg tímamót þegar maður er bara 3 mánaða og 4 daga.... (meðal aldur fyrir svona afrek er 5 mánaða) dugleg stelpa sem að ég á hérna. Ingibjörg langamma varð vitni að þessm merka atburði þegar við vorum heima hjá henni að drekka te. Auðvitað náðist þetta svo á myndband þegar við komum heim (eins og allt annað).
Svo var áreynslan svo mikil á magavöðvana að eitt prump slapp hjá henni.... merkilegt hvað pínu ponsu krúttlegir bossar geta verið úldnir.
Í enda myndbandsins má heyra "úff" í mér þegar lyktin gýs upp.
P.s
Það er bannað að gera grín af mér þegar ég tala inn á myndbönd.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar