Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.11.2008 | 21:27
Hér er alltaf...
mikið að gera, Elena Dís er byrjuð að æfa stíft aftur fyrir næsta mót sem verður þarnæstu helgi í Ármannsheimilinu - Aðventumót Ármanns. Svo er hún líka byrjuð að undirbúa fyrir jólasýninguna sem verður 14. des........ og þema sýningarinnar er ...... Kína. Sú var ánægð - því að hennar mati er hún hálfgerður Kínverji - "Á sko 4 Kínakjóla"
Hún bauðst bara til að koma með dæmi um hvernig Kínverjar eru og einhvernvegin.... þá endaði ég í sjálfboðavinnu við að hjálpa við að undirbúa þetta og ma. að sauma stórann Kína-dreka ....... hvernig sem það er gert.
Um daginn var foreldraviðtal í skólanum, það var auðvitað ekki að spyrja að því, hún er alveg eins og engill, kennararnir dýrka hana og hún knúsar þá alltaf reglulega yfir daginn. Enda er hún mikið knúsudýr. Hún er enn framúrskarandi í náminu, þessa dagana er hún að lesa þá frægu bók Benjamín Dúfa - sem aukalestur með lestrarbókinni (rosa löng bók). Svo þegar bókin er búin þá ætlum við að taka myndina á leigu.
María Ísól er 3 mánaða í dag og fór í sprautu í morgun, hún var nú ekki sátt við þennan kall og risa skeifa kom á litla andlitið þegar hann var búin að reka sprautuna á kaf í lærið á henni. Ég sé hana tútna út, hún er komin með rosa mjúk bollu læri og svona, er líka orðin tæp 5,8 kíló. hehe
Við kíktum á Ingibjörgu frænku í gær og litla kallinn hennar og smelltum nokkrum myndum af honum. Hann er algjört krútt. Enda ekki langt að sækja ... *mont*
Og svo á vefsíðunni www.bb.is er að finna þessa flottu mynd af honum Sveini Andra Örvarssyni á Rósaballinu á Ísafirði. Stoltari svip hef ég ekki séð lengi, enda myndar stúlka með honum þarna ...... yeh ! hehehe.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 11:17
Morgunstund gefur gull i mund
Ég hef nú aldrei talist sem morgun manneskja, og er oftast voðalega þreytt á morgnana - ekki í vondu skapi - langt því frá, en ofsalega lengi afstað og ekki úber hress eins og sumt fólk.
En morgnarnir eru svo skemmtilegir, Elena Dís vaknar alltaf brosandi og hefur alltaf gert - ég man ekki eftir einum morgni sem hún var ekki í góðu skapi og brosandi síðan hún var lítil, og nú virðist sem María Ísól sé svona líka, hún brosir allan hringinn þegar hún vaknar á morgnana. Þær tvær saman kl. 7 er bara gaman.
Kannski er það hálftíma kúrið sem við tökum milli kl 6:30 og 7:00 sem að kemur okkur afstað inn í daginn, eða söngurinn hennar Elenu, eða kaffið sem ég helli uppá fyrir Sindra og drekk svo allt sjálf
, en allavega hef ég ekki verið svona hress fyrir hádegi síðan.......... ehemm aldrei.
Við Elena Dís fórum í bæinn um síðustu helgi að versla fyrir afmælispeningana hennar og hún mátti kaupa það sem hún vild. Skvísuföt og barbie, þarf að segja meira(hún var sko stoppuð í kringlunni af ókunnugri konu því hún var svo flott klædd).
Krafturinn í litlu Ísólinni er ótrúlegur.... svona er hún eftir smá stund á gólfinu... híhí
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2008 | 13:08
Hláturskast
Við María Ísól kíktum í afmæli í gær til Berglindar í smá stund. María ísól var í þessu líka rosalega stuði og fékk algert hláturskast þegar við kíktum til ömmu og afa á leiðinni heim, ég vil taka það fram að þegar þetta myndband er tekið þá er hún búin að vera að hlægja í langan tíma og greinilega farið að vera illt í maganum - litla skinnið. Já amma er svakalega fyndin með Fréttablaðið.
Þetta er rosalega fyndið.
5.11.2008 | 01:35
1. vinkonan
Við byrjuðum í sundi í dag, voða gaman, Elena Dís kom með og stóð sig eins og hetja eins og vanalega.
Kristín, Sævar og Bogey eru með okkur á námskeiðinu. Það er voða gaman að þeim vinkonum saman eins og sést hér, þær eru að fatta að skoða hvora aðra.
Og svona til gamans má geta að ég er enn að rekast á krem klessur út um allt hérna heima hjá mér, eins og heimasíminn var vel smurður af grænu kremi þá sérstaklega tólið - svo að það heyrist ekkert í manni, lyklaborðið á tölvunni minni líka, enn finnast klessur í teppinu, fjarstýringin af sjónvarpinu, andlitið á einni barbídúkkunni hennar Elenu Dísar var líka vel grænt og svona má lengi telja......
2.11.2008 | 14:54
Afmæli
Elena Dís á afmæli í dag
Hrekkjavakan var á föstudaginn og mikið rosalega heppnaðist hún vel, fólkið hér á vellinum er að halda uppi ameríska siðnum og var vel undirbúið margir skreyttu og tók mjög vel á móti krökkunum sem komu að biðja um "Grikk eða gott". Elena Dís og vinkonur létu þetta að sjálfsögðu ekki framhjá sér fara og hér er afreksturinn ROSALEGA MIKIÐ NAMMI.... það var líka nóg að gera hjá mér á meðan hún var úti, því að hóparnir af skrímslum, nornum, vampírum og öðrum óvættum komu að sníkja nammi. Það voru allir hér settir í búning og María litla var grasker.
Og í gær var partíið.......... ég veit ekki hvað er hægt að segja meira um þetta partí nema ......... það var ROSALEGT!
25 stelpur klæddar eins og nornir, vampírur, sjóræningjar, Frankenstein, draugar, sombiar, leðurblökur, og önnur skrímsli réðust hér inn og allt varð brjálað. ég var vel undirbúin og ætlaði að koma liðinu í leiki ........ en það var ekki sjens, stelpur klæddar eins og strákar .... haga sér eins og strákar.
Græna kóngulóarkakan varð að mauki og stærsti hlutinn af henni er enn klíndur í teppið hjá mér,, gangi mér vel að þrífa það upp.
Sindri bróðir var rosalega vinsæll - sérstaklega hjá einni sem tók ástfóstri við hann og elti hann allan tíman, haha.
Dagurinn byrjaði á fimleikamóti. Möggumótinu, flokkurinn hennar Elenu Dísar varð í 3. sæti og þær fengu bikar fyrir. Glæsileg frammiðstaða þar. En keppnismanneskjan hún dóttir mín vann auðvitað ekki 3. sætið heldur tapaði hún gullinu , hahahahahahahha.
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.11.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2008 | 19:26
Ídag..........
29.10.2008 | 09:04
Nú nálgast helgin.......
Og Hrekkjavakan fer að hefjast.
Elena Dís á einmitt afmæli núna um helgina og er búin að bjóða hvorki meira né minna er þrjátíu sjö ára stelpum í hrekkjavökuafmæli. Við erum búnara að byrgja okkur upp af kóngulóm og blóði til að gera þetta allt sem ógeðslegast. Það virðist vera að myndast hefð hérna í Litlu Ameríku með hrekkjavökunni, miðar voru sendir í hús og fólk beðið um að byrgja sig upp af nammi til að eiga fyrir krakkana þegar þau koma að biðja um "trick or treat"
Þær eru að springa úr spenningi stelpurnar og tóku smá forskot á partíið. Þegar eldhús kústinum mínum var stolið í enn eitt skiptið var ákveðið að fjárfest yrði í Nimbus 2008 Nornakústi til að fljúga á hér heima,,,,, þeir fást í Rekstrarvörum ef einhvern skildi vanta.
Þetta er ekki það eina sem er að gerast um helgina því Elena Dís er að fara að keppa á sínu fyrsta móti í fimleikum...... Möggumótinu. Í fyrra tók hún þátt í sýningu en núna hefst alvaran og hópurinn hennar er sá eini í hennar flokk sem fær að keppa. Þetta verður góð byrjun á skemmtilegum degi.Og stelpurnar búnar að æfa stíft alla vikuna.
Það virðist líka vera árlegur viðburður að Elena nái að slasa sig rétt fyrir afmælið sitt: glóðuraugu, nefbrot og aðrar merkilegar skrámur koma oft í ljós rétt fyrir daginn stóra og árið í ár ætlar ekki að sleppa. Hérna rétt eins og annarstaðar á Íslandi er allt á kafi í snjó, Elena Dís fór út að renna sér á sleðanum sínum um síðustu helgi en það fór ekki betur en að hún renndi sér niður stóru brekkuna á andlitinu og er vel krambúlöruð í framan. En "Fall er farar heill" og teljum við þetta vera merki um gott ár.
María Ísól er ótrúlega dugleg, hún er farin að geta velt sér yfir á hliðina strax og er ekki langt frá því að komast yfir á magann. Ég var að reyna að taka video af henni í gær þar sem hún hló og spjallaði en auðvitað náðist það ekki eins og þegar myndavélin er komin á staðinn. En ég náði einhverju...
Skjaldbökurnar eru enn í baðkarinu og Sindri bróðir er komin til okkar og ætlar að vera í einhvern tíma. Ég ætla misnota aðstöðuna og fá hann til að leika skrímsli eða eitthvað sambærilegt hér á laugardaginn. Hahaa , það verður gaman að sjá hann höndla 31 stk. 7 ára nornir og vampírur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 00:20
Hafmeyjur og skjaldbökur
Ef þið flettið upp á bls. 53 í Sunnudags Mogganum sjáið þið grein um Weird Girls verkefnið okkar síðasta. Þar má finna þessa líka fínu mynd af mér allri blárri í hafmeyjubúning svamlandi um í Sundlauginni í Laugaskarði. Nú bíðum við spenntar eftir því að sjá hvernig myndbandið heppnast. Þangað til getið þið skoðað myndirnar frá einum ljósmyndaranna sem var á staðnum Herði Ellerti Ólafssyni ótrúlega flottar myndir sem náðust þennan dag enda var veðrið yndislegt.
Hafmeyjur eru ekki það eina sem syndir um í mínu lífi þessa dagana því núna er baðkarið mitt undirlagt af tveimur risastórum skjaldbökum þeim Brynju og Ninju. Ég get nú ekki sagt að þær séu eins hamingjusamar og dansandi hafmeyjur en það er gaman af þeim.
Baðkör eru fínn staður fyrir bæði hafmeyjur og skjaldbökur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 02:40
Diskókúlu fyrir gömlu konuna
Stundum finnst mér ég vera að tala við tvítuga manneskju þegar maður talar við hana Elenu Dís. Við vorum að ræða um Kína í gær þegar þetta samtal kom upp:
Elena Dís: Mamma ég skal setja þig á elliheimili þegar þú ert orðin gömul.
Ég: Frábært þá verður sko partí hjá mér alla daga, bara playstation og pizzur í öll mál.
Elena Dís: Hey! ég kaupi þá fyrir þig diskókúlu, DÍLL. ( Hi five)
Í vikunni kom þetta líka upp:
Ég: Maður á ekkert að vera að kyssa fólk mikið á munninn, það eru svo mikið að bakteríum á munninum..
Elena Dís (gjörsamlega gapandi): OG ERTU AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ NÚNA!!!!
Ég: tja neiii, ég hef nú...
Elena Dís: Þú hefðir tildæmis geta sagt mér þetta fyrir svona FIMM ÁRUM!
María Ísól var í skoðun í morgun og er orðin þetta fína krútt eins og sést á þessum myndum , það er hægt að knúsa hana almennilega í hálsinn og bumbuna, enda er hún líka orðin 5,4 kíló.
Þær eru svo yfir sig hrifnar af hvorri annarri systurnar að það er yndislegt að fylgjast með þeim. Elena dröslast með hana eins og lítil vinnukona, skiptir um bleyjur af þvílíkri snilld að það er eins og hún hafi ekki gert annað. Og það er eins gott að litla skottið sé með eyru því annars myndi hún brosa allan hringinn þegar hún sér stóru systur sína.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2008 | 00:09
Weird Girls pródjektið
Nú fer videoið við lagið hennar Emiliönu "Heard it All Before" sem við Wierd Girls stúlkur vorum að vinna í að fara að koma út bráðum. Samkvæmt Ali Taylor leikstjóranum okkar heppnaðist þetta ótrúlega vel og Emiliana var mjög ánægð með það sem komið var......... spennó.
Slúður kóngur heimsins Perez Hilton er yfir sig hrifin af Emiliönu og nýjasta laginu hennar Big Jump, sjá ummæli.
Ali er með bloggsíðu þar sem hún er dugleg að setja in færslur um hvernig mál standa o.s.f.v. Sjáið hér: http://taylorfilm.blogspot.com/
Og svo kom Ghostigital myndbandið út um daginn Hoovering Hoover Skates, gefið út af Smekkleysu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar