Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
17.10.2008 | 00:01
Bleiki kjúklingurinn
Sitthvað af okkur að frétta, við fjölskyldan fórum í sund í dag.... það var rooosalega gaman. Aðeins að hita okkur upp fyrir ungbarnasundið sem byrjar um mánaðarmótin í rólegheitunum.
Litla dúkkan var alveg eins og ..................... já, Baby-born dúkka ....... eða afkvæmi Svarta kjúklingsins ef einhver man eftir honum .... Bleiki kjúklingurinn.
Ég er búin að vera rosa dugleg með Kristínu nágrannakonu minni að hreifa á mér rassinn loksins og nú þrömmum við um bæi og fjöll alla daga, og troðum svo í okkur Kentucky og bakarís bakkelsi á eftir svo við höfum nú einhverju að brenna. Þær María Ísól og Bogey eru orðnar bestu vinkonur (hafa víst ekkert anað val) og verða vonandi góðar saman í framtíðinni.
Svo hérna nokkrar auka af litla krúttinu, sofandi í magapokanum sem Solla sendi frá London og svo þegar hún pissaði yfir allt í miðri myndatöku tilraun hjá mér. ......
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2008 | 23:51
Aftur...
Búin að skipta um lykilorð... þetta var ekki að virka nógu vel.
Og svo af því að mér finnst þetta svo hrikalega fyndið þá er litla skottið mitt hérna enn eina ferðina í baði.
Baðherbergið er gjörsamlega allt á floti eftir svona skemmtun.
Við byrjum á sundnámskeiði um mánaðarmótin..... það er bara ekki annað hægt.
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.10.2008 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 15:54
Í fréttum
Elena Dís fékk það verkefni að hún átti að skrifa pabba sínum póstkort til Kína í síðustu viku, hún var nú ekkert voða hress með það og skildi ekki alveg tilganginn með því, hún var nýbúin að tala við hann á msn og sá ekki hvað það var sem hún hafði ekki getað sagt við hann í myndavélina.. en hvað um það mamma hennar er frekari og LÉT hana skrifa póstkort.
Svo hún fór með hangandi haus inn í herbergi og sest við skrifborðið sitt og kallar fram "og hvað á ég svo sem að skrifa" mamman kallar til baka "bara einhverjar fréttir"
Risa bros kom fram og greinilegt að hún var komin með hugmynd..... stuttu seinna kemur kortið. Skælbrosandi les hún upphátt fyrir mig þetta fína póstkort sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
"Í fréttunum var sagt að það
væri búið að eyða öllum Íslensku
peningunum í útlöndum.OG FORSÆTISRÁÐHERRANN SAGÐI ÞÆR"
Þess má geta að 2 dögum áður hafði hún verið að horfa á Geir H Haarde halda blaðamannafund í sjónvarpinu. Þótt maður sé enn bara 6 ára þá fylgist maður með fréttum og veit ótrúlega mikið um stjórnmálamenn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:33
Einn svona í tilefni kreppunnar
Fékk þennan sendan í dag .....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 14:30
Þreytan
Þegar að þreytan sækir á mann þá stoppar lífið ekkert. Ég komst aftur á móti að því að það er samt sem áður ýmislegt hægt að gera í svefni.
Þessa dagana er ég í átaki með nágrannakonunni að fara út að labba á morgnana - við uppgötvuðum það að við erum báðar heima alla daga að "gera ekki neitt" og nennum ekki einar út að labba, svo að núna rífum við okkur upp og förum út að ganga í hvaða veðri sem er. Og þá missi ég morgun svefnrútínuna sem ég er búin að koma mér í og er hund þreytt.
Eins og um daginn ákvað ég að setjast með Maríu Ísól og gefa henni fyrir framan sjónvarpið og horfa á fréttirnar á meðan kvöldmaturinn mallaðist, Elena Dís var að læra og ég að fylgjast með hvað hún var að gera........ stuttu seinna vakna ég.
Já ég STEINSOFNAÐI. Og þegar ég vaknaði var María Ísól sofandi líka, fréttirnar búnar, maturinn tilbúin, Elena Dís búin að læra, og ég búin að fara yfir heimalærdóminn og hrósa henni fyrir falleg og góð vinnubrögð. Og ég man ekki eftir neinu.
Þetta kalla ég að múlítaska: Fréttir, matur, svæfa, gefa, heimalærdómur og elda........ allt í svefni.
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.10.2008 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 14:01
Ljósmyndasýning
Í tilefni þessa að Alþjóðleg brjóstagjafavika hefst í dag, og ég svona mjólkandi þá vil ég koma þessu á framfæri.
Þarna má t.d finna myndir af okkur mæðgum... endilega kíkið á þetta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2008 | 18:31
Stelpur: stórar, litlar, duglegar og skrítnar
Mikið að gera þessa helgina. Elena Dís fór upp í sveit með ömmu sinni og afa að smala kindum, fara á hestbak og svona. Hún er að sögn ömmu sinnar alveg afbragðs smali.
Laugardagurinn var ansi skemmtilegur því við stelpurnar í Weird Girls fengum það frábæra verkefni að taka upp myndband við eitt af nýju lögunum hennar Emiliönu Torrini undir leikstjórn Ali Taylor. Það voru teknar heill hellingur af myndum, ég set þær inn seinna og myndbandið líka þegar það kemur út. María Ísól kom bara með og ég plataði Agnesi og Birgittu frænkur mínar til að koma með sem barnapíur því þetta var tekið upp í Hveragerði og tók allan daginn. Veðrið var yndislegt og stemmingin æðisleg, þetta verður voða ævintýralegt og skemmtilegt myndband, en samt í anda Weird Girls. Svo er tónlistinn hennar Emiliönu líka svo krúttleg og skemmtileg.

Annað í fréttum: Ingibjörg frænka var að eignast lítinn dreng á föstudaginn okkur hlakkar mikið til að fara að sjá hann.
María Ísól er strax farin að sýna sterkan karakter, hún er voða mikið knúsudýr og skelli hlær þegar að er verið að knúsa hana og svo reynir hún sjálf að knúsa á móti með miklum slefslettum.
Hún er orðin 7 vikna núna og rosa mikill krafturí henni hún lyftir sér orðið vel upp frá gólfinu og unir sér vel á teppi inni í stofu að skoða sig um.
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.10.2008 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 02:04
Soféti sem frúkar
er skilgreining bróður míns á nýja barninu mínu.....
Hann Örvar bróðir er held ég allt of mikið einn og of lengi í einu, hann er farin að tala sitt eigið tungumál og gefur út Orðabók Örvars fyrir jólin næstu, eða ætti amk að gera það - hann gæti stór grætt.
Soféti = sá sem gerir ekkert nema að sofa og éta
frúka = að freta og kúka í einu....... smart
Þess má geta að hún tekur líka loftköst.
Kallinn var ss að koma heim úr 77 daga útlegð úti á sjó, og er í bænum þessa dagana með fjölskylduna sína - vantar bara Svein og Gunnar.
Það er rosa spenningur í hvert skipti sem að Arndís Erla og Elías Bessi koma í bæinn, því þau eru nú uppáhalds frændsystkinin.
Gaman að segja frá því að það er eitt og hálft ár á milli þeirra allra og þau eru öll jafn þung, 20 kíló. Fyrir utan Sofétann auðvitað.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 08:27
Það sem brúar bilið
Tæknin er stórmerkileg, og undurskemmtileg.
Á mínu heimili talar dóttir mín við pabba sinn í gegn um vefmyndavél reglulega og segir honum frá deginum, spilar á blokkflautu og les skólaverkefnin fyrir hann. Þvílíkur munur að geta haft samskipti yfir hnöttinn á þennan hátt, eins og miðað við td. þegar ég var í Brasilíu á sínum tíma - þá voru bara bréfdúfur - eða bara bréf. (Mér var þá bent á kallinn í bænum sem var með internet tenginu heima hjá sér og hvött til að fara í heimsókn til hans -sem ég gerði nú ekki). En hún gat ma. sýnt pabba sínum fyrstu lausu tönnina og lesið upp fyrstu söguna sem hún skrifaði í gengum vefmyndavélina og hann horft á og fylgst stoltur með. Annars er msn-ið hið mesta sport og fátt eins skemmtilegt eins og að senda kalla á milli.
Ballett kennarinn hennar Elenu Dísar pikkaði í mig efir æfingu sl. mánudag og hrósaði henni í bak og fyrir og sagði að hún bara yrði að halda áfram og helst að skrá hana í Íslenska listdansskólann því hún væri dansari af náttúrunnar hendi hún hefði lítið að gera í svona létta tíma...... úff ég held ég láti hana nú bara halda áfram í því sem hún er í bili, sjáum svo til í framtíðinni.
Hún María Ísól er algjört undrabarn og einbeitir sér mikið þessa dagana á að geta ráðið við hendurnar á sér, hehehe - gengur ekki alltaf, en hún er ótrúlega nálægt því og getur loks snúið hringlu sem er föst á ömmustólinn hennar eftir miklar æfingar. Ég á nú video af því en er að hugsa um að hlífa fólki við of mörgum myndbandsupptökum í þetta skipti.
En aftur á móti ætla ég að halda þessari upptöku áráttu minni áfram, hér er allt tekið upp á video hahaha.
Gott að vera með læsta síðu, því þá getur maður sett inn öðruvísi myndir en ella. Hér eru þær systur enn eina ferðina í baði. Það er EKKERT eins skemmtilegt og að vera í baði. Það er eins og að litla dúkkan sé upptrekt því hamagangurinn og buslið er svo mikið, svo verður hún alveg rosa reið þegar hún er tekin upp úr. Það vantar sko ekki skap í mína, annars er hún alltaf brosandi og voða róleg og góð.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar