Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvernig....

eru okkar minningar um náungann?

Á maður ekki að skilja við fólk eins og maður vill láta muna eftir sér?
Ekki eiga eftir lausa enda óuppgerð mál eða geima góðu stundirnar þar til í næstu viku. Það er ekkert víst að það verði næsta vika hjá öllum....... 

Ég held að allir hafi gott af því að laga aðeins til í lífinu hjá sér og hugsa öðruhverju  "hvað er ég að skilja eftir mig, ef að dagurinn í dag væri minn síðasti dagur?" Hvernig eru sporin mín í þínu lífi?

Já djúpar pælingar hér á bæ í dag.... svona eru mánudagar. Ég er allt of mikið í bílnum á mánudögum Sideways

 

Bryndís vinkona mín úr skólanum kom hér á föstudaginn með stelpurnar sínar og þær náðust á filmu (filmu!! - hver notar filmu?) stelpurnar allar saman.

Urður,Heiðrún,Elena,María

Urður og Heiðrún Una Bryndísardætur og Elena Dís og María Ísól.

 

Svo nokkrar auka af litla krúttinu sem finnst ekkert skemmtilegra þessa dagana en að liggja á maganum.Smile

sept08 024sept08 026sept08 028

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er að downloda nýju myndbandi af skottunni - enn einaferðina ;)
það tekur einhvern tíma... kemur á morgun.


Hún Elena Dís

 Elena sæta

Hún Elena mín er að ganga í gegn um ótrúlega erfiðan tíma núna. Það eru miklar breytingar í gangi og mikið álag.

Pabbi hennar flutti til Kína fyrir ekki svo löngu og hún saknar hans sárt, gleði brosið sem kemur yfir andlitið á henni í hvert skipti sem hann sendi henni sms eða þegar hún talar við hann á msn er óborganlegt. Myndir af kallinum eru út um allt inni hjá henni í herberginu hennar, herberginu sem er einnig að breytast úr þessu fína "litlu stelpu" herbergi yfir í STELPU herbergi- við vitum öll hvernig þau geta litið út.... ehemm.... Alien Herberginu sem núna stendur á stórum og litríkum stöfum BANKIÐ!!!

Það eru miklar kröfur gerðar til hennar í skólanum, því hún er klár stelpa, fljót að læra og komin mikið lengra en hinir krakkarnir í flestu námsefni (samt er 2. og 3. bekk blandað saman og hún í 2.), hún gerir líka miklar kröfur til sín sjálf og á meðan hinir krakkarnir setja sér fyrir eina blaðsíðu - setur hún tvær.Heart Já metnaðurinn er mjög mikill og aldrei kvartar hún yfir þreytu eða að eitthvað sé of erfitt.
Hún er í bekk með 14  strákum og 7 stelpum - nýjum stelpum, og er málamiðlari þar um að hleypa nýju stelpunum inn í  gamla stelpuhópinn - sem hinar stelpurnar eru nú ekki alltaf par sáttar við. En það er að takast hjá henni, sko mína.

 

 

Á leið á diskó

 

 hér er hún á leið á diskó í skólanum í gær 

 

Og svo eru það íþrótta æfingarnar - úff Smile hún æfir fimleika 3 svar í viku og ballett einu sinni í viku. Íþróttirnar eru það sem gefur henni kraftinn er ég viss um, því þegar ég fylgist með henni á fimleika æfingum þá er hún ekkert að hvíla sig í röðinni og bíða eftir að röðin komi að henni, heldur hoppar hún stanslaust á meðan hún er að bíða. Ballett í hennar augum er písofkeik og mér sýnist hún nota hann til að slaka á og leika sér pínu. í baði sept08

Svo er það stóru-systur pakkinn. Hún stendur sig eins og hetja stelpan.InLove Hún er þvílíkt góð og tillitsöm við litlu systur sína.Heart Ég er enn að búast við smá "abbó stælum" en þeir virðast ekki finnast, hún var bara fegin að losna við þessa bumbu svo að hún geti troðið sér almennilega í fangið á mömmu sinni InLove Og gjörsamlega dýrkar litlu Maríu Ísól og vill allt fyrir hana gera.Heart

Síðastliðna daga hef ég ekki getað sinnt henni eins og ég hefði viljað gera því ég er búin að vera með háan hita og vægast sagt orkulaus, og þá fær maður nagandi samvisku bit yfir að vera ekki 100% fyrir hana Errm. Og þá á svona tímum tekur litla gullið sig til og gengur rakleitt inn í eldhús og byrjar að taka úr uppþvottavélinni. HeartHaloHeart

Þrátt fyrir allt þetta, er hún alltaf ánægð og brosandi. Hún er ótrúlega vinsæl og það eru alltaf krakkar skammt undan sem bíða eftir henni þegar hún kemur heim af æfingu/úr skólanum.

Já ég veit ekki hvað maður hefur gert til að verðskulda svona yndislega stelpu. Heart

 

Hér er síðan upptaka af henni síðan í fyrra vetur/vor.... 

 

 

Við erum ekki með útvarp í bílnum því einhver snillingur stal loftnetinu okkar, svo að það er mikið sungið þar, sem betur fer annars hefði ég farið á mis við ótal góðar stundirTounge


Lok lok og læs

Já ég neyddist til að læsa blogginu mínu til að losna við áreiti frá leiðinda fólki með leiðinda komment. Frown

Skrif mín um börnin mín eru eitthvað að fara fyrir brjóstið á ákveðnum vinahóp, svo að ég ákvað bara að læsa þessu, ég er ekki færa þeim fréttir af okkur sem ekki vilja þær og nenni ekki að standa í leiðindum.

Endilega látið lykilorðið ganga til þeirra sem hafa áhuga. En hafið í huga, að þessar færslur eru ætlaðar VINUM og fjölskyldu, þá sérstaklega þar sem margir eru staddir erlendis.

Svo hugsið ykkur tvisvar um hver er að fá lykilorðið hjá ykkur. Ég vona að það komi ekki til þess að ég þurfi að hætta með síðuna.

 

En hvað um það, hér er hún María Ísól að ræða málin á mánaðar afmælisdaginn sinn.

 


 


Tíminn flýgur.....

eins mánaðar

 sterka stelpa

og nú er litla stelpan mín orðin mánaðar gömul, samt virðist mér ég alltaf haf átt hana. HeartHún þroskast og breytist rosalega hratt þessa dagana og á hverjum degi tekur maður eftir einhverju nýju. Brúskurinn á eyrunum er að hverfa, komin með skalla hehehe,, og augun farin að lýsast mikið.  Hún brosir endalaust þegar hún er vakandi og er ótrúlega vær og góð. Þetta rennur greinilega í blóðinu hjá okkur mæðgum rétt eins og útlitið.Wink

 

 

 

 

Við fórum í bæinn um helgina að stússast ýmislegt og gaman hvað fólki bregður þegar að það sér nýja meðlim skvísuhópsins - "Vá hvað þið eruð allar líkar" er algengasta kommentið Kissing

 

Skvísufjölskyldan

 

Já Elena Dís fór í sveitina með ömmu og afa um helgina í eitthvað hestastúss á meðan við María Ísól skunduðum um höfuðborgina. Við fórum m.a. í myndatöku upp í listaháskóla fyrir alþjóðlega brjóstagjafaviku  sem verður dagana 6 - 12 október nk.( gaman að sjá hvernig það kemur út), brunch til Lífar, kaffihús ofl.

 bellyring

Á föstudaginn endurheimti ég síðan gamla sjálfið og fór út á meðal venjulegs fólks í rúma 2 1/2 tíma (það er mjöööög langur tími í mínum huga), þvílíkur léttir og gaman að rifja upp að á sumum stöðum eru bara ALLIR skemmtilegir, góðir við hvorn annan og hamingjusamir, já staðir eins og Kaffibarinn eru vandfundnir. Þarna var stór hluti af gamla liðinu allt í einu saman komin eftir langan tíma. Það var líka tími til komin að skella sér í gömlu djamm fötin og setja lokkinn í naflann(tíhíhí- smá egópústW00t) og fá sér þetta langþráða hvítvíns glas sem ég hef beðið eftir síðan í október. Vá þvílíkur munur. Maður er bara "living on the wild side" þessa dagana - ú ú. 

Talandi um "djamm"

Þá vil ég minna á 90' kvöldið sem verður á Nasa þann 3. okt. Þar mun meistari Kitty VonSometime eða KIKI-OW þeyta skífum með engum öðrum en Haddaway. Hahahaha þvílík hetja !!  það verður rosalegt. 

What Is Love, baby dont hurt me, dont hurt me, no more....... muha. 

 


 

 

 Ég set svo myndband af spriklaranum í kvöld..


Tásur

tásur

Maríutásur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HeartÞað er ekkert eins notalegt eins og kúr á morgnana með litlar tásur boraðar lengst í mallakútinn og aðeins stærri tásur í lærin.Heart

 

Elenutásur

 

 

 

 

 

Kaffært í 20 litlum, mjúkum og hlýjum tásum......

 

 

 

 

 

 

 

 


Top Model hvað!!

IMG 1430
 

 
Elena Dís er búin að vera að leika í jóla sjónvarps-auglýsingaherferð fyrir breska verslunarkeðju sem heitir Little Woods í vikunni.

 

 

Þetta er svona svipað og Hagkaup á Íslandi eða Sears í Bandaríkjunum. Þetta verður svo líklega sýnt í Evrópu fyrir jólin - en ekki á Ísland.

Sem er bara ágætt - þá fær hún ekki of mikla athygli í skólanum og svona, sem er kannski ekki voða gott þegar maður er 6 ára. 

Ég fæ vonandi copy af auglýsingunni þegar hún kemur út - svo ég geti montað mig meira. Cool

 

DSC00092

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er búin að standa sig eins og hetja stelpan og þvílík upplifun fyrir litlu prímadonnuna mína, hún fór í hár og make-up, fékk húsbíl til að hanga í, umgekkst 12 rússnesk súpermódel og hún spurði 5 sinnum hvort þær væru að taka þátt í uppáhalds þættinum sínum "Americas Next Top Model", hihi dúllan mín.

 

með rússnensku skvísunum

 

Leikstjórinn og aðstoðarleikstjórinn voru ekkert smá ánægðir með hana og hrósuðu henni bak og fyrir, þau héldu að grey barninu hefði verið þrælað út í mörg ár í leikhúsi eða kvikmynda leik af mömmu sinni, því áhuginn og innlifunin var svo mikil hjá henni. Hún passaði td. að fötin væru alltaf slétt og fín og sæjust rétt. Og brosti allan tímann. - Óumbeðin. 

Setningar eins og "OMG! She's such a professional" heyrðust reglulega og svo smá fliss frá crowdinu á eftir.Tounge hehehe.

 

í make-up

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tökurnar tóku einn og hálfan dag uppi á hálendi eða á Hrauneyjum sem er á leið upp á Landmannalaugar. Mikið er gott að komast svona upp á hálendið og lengja sumarið aðeins, veðrið var yndislegt (þó svolítið kalt á köflum) og maður fylltist upp af orku að vera þarna við Heklu rætur.

Líka gaman að hitta kunnugleg andlit undir nýjum kringumstæðum. Joyful

  í tralerinu sínu

 

 

 IMG 1460

 

 

 

 

uppstilling

 

 

 

 

 

Elena Dísin mín leikur AÐAL-hlutverkið í auglýsingunni og var ekki lengi að tileinka sér lífstílinn - þetta þótti henni gaman - það voru svona 50-60 mans að snúast allt þarna í kring um hana á tímabili. Hún fór ma. að skipta sér af ljósunum - og bað um að eitt ljósið yrði dempað því það skini alltaf í augun á henni. Fattaði ekki að það átti að skína á hana, hehehe. 

Við María Ísól fórum bara með og létum fara vel um okkur. Sú stutta kunni bara vel við sig þarna í fjallaloftinu DSC00091og svaf ALLAN tímann í sínum fjalla-vagni báða dagana. Enda ekki skrítið - barnið er búið að lengjast um heila 7 cm á 3 vikum og þyngjast heilan helling. Hún er orðin algjör rjómabolla. InLove

 

monitor

 

 

 

 

 IMG 1441

 

 

 

 

 

 

bið í kuldanumIMG 1464

DSC00078

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   DSC00082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin fengu þeir krakkar sem eftir voru að eiga dótið sem þau eru með í auglýsingunni, Elena Dís datt í lukkupottinn og  fékk þessa líka fínu dúkku og varð himinlifandi og brosti út að eyrum alla leiðina heim.

 

 

HeartHeartHeart Það verður gaman að sjá hver útkoman verður í nóv - des. HeartHeartHeart

 


María Ísól

Þá er komið nafn á dömuna, hún heitir María Ísól Tinnudóttir.

skírn

Hún var skírð sl. sunnudag og gekk bara vel - það komu um 20 gestir og var mjög gaman. Skvísan hélt einsöng út alla athöfnina og aðeins betur en það, og það líka á háa C-inu. Ég er enn á einhverjum lyfjum sem eru ekki að fara vel í magann á henni og svo voru mikið af gestum og mikil matarlykt allt í bland svo að mín var ekkert of hress allan tímann. En svo þegar veislan var búin róaðist hún og er nánast búin að sofa síðan.

IMG_3881 

Ég er algjör dóni og steingleymdi að opna skírnargjafirnar til barnsins og þakka fyrir ( ég kenni brjóstaþoku alfarið um) og geri það hér með: TAKK FYRIR DÓTTURINA !!

IMG_3904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk er forvitið um nafnið sem er eðlilegt - en hún heitir ekki í höfuðið á neinum sérstökum - nema þeim auðvitað sem taka það til sín. Wink Ísólar nafnið er held ég upprunalega komið frá sögunni um Fertram og Ísól björtu annars er þetta sama nafn og Ísold. (Tristan og Ísold - Trístan og Ísól)

 

IMG_3867IMG_3863_edited

Hér er svo ein af okkur systkynum í lokin. Ég er þessi hressa Whistling

Picture 341


« Fyrri síða

Um bloggið

Hugmyndir, tíska, fjölskyldan og fleiri fíflalæti

Höfundur

Tinna
Tinna
Fata & búningahönnuður búsett í Danmörku með dætrum mínum 2

Nýjustu myndböndin

Jógúrt

Uppi á svölum

María Ísól 9 1/2 mánaða

Nýtt bragð

taka upp úr töskunni

Nýjustu myndir

  • Öskubuska
  • Öskubuska sæta
  • Yasmin
  • Rapuntzel
  • Rapuntzel sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband